Samkvæmt heimildum www.eyjar.net kom þyrla Landhelgisgæslunnar til Vestmannaeyja síðdegis í gær og sótti konu á fertugsaldri. Kona þessi er grunuð að hafa kveikt í íbúð sinni við Hilmisgötu á miðvikudag og var hún flutt fyrir dómara á Selfossi.
Dómari í Héraðsdómi Suðurlands tók sér frest til að kveða upp gæsluvarðahalds í málinu og má búast við niðurstöðu í dag.
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu komu menn úr tæknideild lögreglunnar í gær með Herjólfi til eyja og er rannsókn á brunanum í fullu gangi.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst