Búist er við stormi við suður- og vesturströndina og á Miðhálendinu. Veðurstofa Íslands spáir norðvestan 10-18 m/s og éljum, en hálfskýjað verður um landið suðaustanvert. Lægir og léttir til um landið vestanvert undir hádegi, en austlands síðdegis.
Vaxandi suðvestan átt í kvöld og slydda eða rigning um landið vestanvert, 15-23 m/s seint í nótt, hvassast við ströndina, en hægari og þurrt austanlands. Hiti 0 til 5 stig, en um frostmark norðan- og austanlands.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst