Í vetur munu vikulega birtast á vefsíðunni www.ibvfan.is leikmannakynning á leikmönnum ÍBV í handbolta. www.ibvfan.is og www.eyjar.net hafa gert með sér samkomulag að fylgja strákunum í handboltanum eftir í vetur og reyna fylgjast vel með því sem þeir eru að gera.
Nafn?
Daði Magnússon
Aldur?
18, verð 19 núna 5. nóv
Fæðingarstaður?
Fæddist reyndar í Reykjavík því ég þurfti að asnast til að fæðast með rassinn á undan :/
Uppáhaldslitur?
Blár
Foreldrar?
Adda Jóhanna Sigurðardóttir og Magnús Bragason
Giftur/kærasta?
Sara Heimisdóttir
Starf?
Nemi, síðan mætir maður á dekkjó eftir hádegi.
Áhugamál?
Handbolti, Tónlist, Bíómyndir, Golf og fleira
Hvenær byrjaðir þú að æfa handbolta?
Er nú ekki með nákvæmar tölur yfir það en það var örugglega einhvað í kringum 6 – 8 ár
Staða á vellinum?
Aðallega vinstri skytta annars spila ég stundum miðju
Uppáhalds matur?
Enginn einn uppáhalds, mexíkómatur er t.d. mjög góður.
Uppáhalds drykkur?
Bjór, Pepsí/Kók og Kristall
Besta bíómynd sem þú hefur séð?
Erfitt að segja það sem kemur fyrst upp í hugan eru American History X, Snatch og dumb and dumber
Eldarðu?
Alls ekki
Ertu liðtækur í eldhúsinu?
Vill nú ekkert vera að ljúga hér
Uppáhalds lið í enskaboltanum?
Man Utd
Uppáhaldslið í evrópska handboltanum?
Gummersbach
Ef þú ættir 50.000.000 kr hvað mundir þú gera við þær?
Ég myndi nota eitthvað af þessu til háskólanáms svo myndi ég taka 2 millur til að leika mér, restin myndi fara inná einhverjar megareikning sem myndi notast við að kaupa mér hús (í Vestmannaeyjum) og bíl í framtíðinni.
Besti leikmaður sem þú hefur spilað með?
Siggi Braga er ofarlega á lista. (frændaást)
Hver er brandarakallin í liðinu?
Kolli og Sindri geta oft verið mjög góðir.
Ef þú gætir komist í atvinnumannadeildina úti hvaða lið mundirðu vilja spila fyrir?
Alveg sama bara að fá tækifæri til að spila úti væri mjög gaman.
Besti leikmaður í íslenskum handbolta?
Bjöggi Hólmgeirs er að seiglast miðað við aldur.
Lýstu þjálfaranum?
Góður, Áhugasamur þjálfari.
Ertu með einhverja hjátrú varðandi þegar þú ert að spila?
Voða litla nema ég spila alltaf í g-string og brjóstahaldara og þarf að hoppa í 3 hringi ef einhver leysir inn.
Fyndið atvik úr ferðum með handboltaliðinu?
Þegar við gistum á Höfn og Frikki var kýldur af stelpu á afmælisdeginum sínum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst