Samkvæmt bloggsíðu Þorbjörns Víglundssonar sem er í áhöfn Guðmundar VE gengur vel á síldarmiðunum. Guðmundur VE fékk í gær um 1000 tonn í einu kasti og fyllti Guðmundur VE sig og gaf svo restina til Sighvatar Bjarnasonar VE, Hákon EA og Bjarna Ólafssonar AEK.
Síldin veiðist nú við Grundarfjörð og er þar mikill fjöldi skipa við veiðar. Sigla bátarnir út úr firðinum á kvöldin til þess að styggja ekki síldina sem veiðist vel í björtu.
Júpiter ÞH skip Ísfélagsins fékk 1500 tonn í einu kasti sem fór í þrjá báta.
Huginn Ve er einnig á miðunum og samkvæmt heimildum eyjar.net voru þeir búnir að fylla aftur lestina á skipinu og byrjaður að setja í þá fremri en Huginn Ve fullvinnur síldina um borð.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst