ég ætla mér að minnsta kosti ekki að stofna trúfélag í Eyjum
13. nóvember, 2007

www.eyjar.net heldur uppteknum hætti og heyrir í brottfluttum eyjamönnum bæði innanlands sem og erlendis með þeim tilgangi að fá að vita hvar þau eru stödd í lífinu og hvaða viðhorf þau hafa til Vestmannaeyja.

Að þessu sinni heyrðum við í sr. Ólafi Jóhanni Borgþórssyni, en sr. Ólafur Jóhann starfar sem prestur í Seljakirkju í Reykjavík.

Nafn:
Ólafur Jóhann Borgþórsson (1981) 
     
Fjölskylduhagir
Ósköp fábrotnir, bý einn og hef ekki stofnað formlega fjölskyldu.    
     
Atvinna og menntun:
Ég kláraði Barnaskólann í Vestmannaeyjum árið '97, þaðan hélt leiðin framhjá kirkjunni og upp í Framhaldsskóla en þaðan lauk ég stúdentsprófi í febrúar 2001 (varð seinkun á því vegna kennaraverkfalls) Þaðan lá leiðin til Reykjavíkur þar sem ég hóf nám við guðfræðideild Háskóla Íslands og lauk embættisprófi þaðan á síðasta ári. Ég var svo vígður til prests í Seljakirkju í Breiðholti í febrúar sl. og  starfa þar enn og líkar afar vel.   
     
Búseta:     
Bý í Naustabryggju í Reykjavík     

Mottó:
Lífið er gjöf, förum vel með hana, sjálfum okkur og öðrum til uppbyggingar!     
     
Ferðu oft til Eyja ?
Jah, ekki eins oft og ég vil. Starf mitt er þess eðlis að ég þarfa að vinna mikið um helgar og því getur það verið býsna snúið að bregða sér helgarferð til Eyja. En ég reyni að koma reglulega og hef gaman að því vera þar.   
     
Telurðu það hafa mótað þig sem einstakling að hafa alist upp í eyjum?
Það er ekki nokkur spurning. Að sjálfsögðu sér maður æskuna sína alltaf í ljóma, en ég held, hlutlaus litið, að það sé mjög gott að alast upp í Eyjum, enda hafa þær allt til þess að bera, góða menntastofnanir, öruggt samfélag og heppilegu íbúafjöldi.
Eyjarnar eru eini staðurinn sem ég get tengt mig við og finnst fátt skemmtilegra en að hitta aðra Eyjamenn.

Tenging við eyjarnar í dag:
Foreldrar mínir, þau Svana og Boggi kúlusmiður búa þar sem og stóri bróðir minn hann Yngvi nú og mínir bestu vinir. Lögheimilið mitt er skráð í Eyjum, þannig að þangað borga ég skatta og skyldur. Tengingin er því mjög sterk.  
     
Fylgistu með því sem er að gerast í eyjum ?
Já, að sjálfsögðu. Ég kíki oft á dag á eyjamiðlana, hringi í fjölskyldu og vini og fylgist með gangi mála.  
     
Hvernig finnst þér staða Vestmannaeyja í dag?
Jah, ég hef kannski ekki mikla vitneskju eða tilfinningu fyrir því. En ég hef alltaf verið afar bjartsýnn fyrir hönd Vestmannaeyja og trúi því og treysti að þeir einstaklingar sem vinna í forystu bæjarins og atvinnulífsins vinni að hag fólksins. Það held ég að sé eitt að sérstöðu Eyjanna, sem hefur sést hvað best með núverandi bæjarstjórn, þar sem menn, óháð flokkum vinna í sameiningu að tillögum og úrlausnum sem og í málefnum Vinnslustöðvarinnar sem létu ekki krónur og aura stjórna hugsjónum sínum. Ef allir vinna í þessum anda, er ekki hægt að segja annað en að staðan sé björt og leiðin greið.

Hvar finnst þér sóknarfærin liggja fyrir Vestmannaeyjar ?
Bara ef ég hefði svör við þessu. Vestmannaeyjar eru ótrúlega góður staður og það þarf að koma fólki í skilning um það! Í þessu samhengi gæti ég gæti vissulega sagt að sóknarfærin liggi helst í ferðaþjónustu, eins og virðist vera svo vinsælt að segja, en ég veit ekki hvaða leið á að fara í þeim. Við þurfum að leyfa ferskum hugmyndum að njóta sín eins og bjórverksmiðjan og stúdíóið í Betel eru góð dæmi um. Ég held að nauðsynlegt sé að hugsa stórt og gaman væri til dæmis að sjá stór fyrirtæki skjóta rótum í eyjum, netþjónabú (ef það er tæknilega mögulegt) eða iðnframleiðsla væri gott að fá til mótvægis við sjávarútveginn.
En eins og ég segi, ég álít mig ekki neinn speking um þessi efni frekar en einhvern annan og hef ekki neinar ígrundaðar skoðanir.
     
Hvernig sérðu næstu 10 ár í þróun eyjanna?
Eins og með fyrri spurningu þá er ég enginn sérfræðingur í þessum málum. En eins og ég sagði í næst síðasta svari mínu, þá er ég bjartsýnn fyrir hönd eyjanna. Það er raunar sannfæring mín að landsbyggðin muni eflast svolítið á næstu árum vegna þess að hér í Reykjavík er afborganir af húsnæðislánum og dýr lífsmáti að sliga mikið af ungu fólki. Þegar vextir hækka, verðbólga eykst og allt fer fjandans til, vill fólk losna undan þessu fjárfestingaoki og leitar í öruggara umhverfi, sem er þó ekki of langt frá höfuðborgarsvæðinu. Ég gæti því vel trúað að Eyjarnar myndu njóta vel af þessu og á næstu árum verði sú fjölgun sem við höfum beðið eftir í 17 ár. 
     
Sérðu fyrir þér á næstu árum að flytja til eyja?
Ég gæti vel hugsað mér að flytja til eyja. Kannski ekki alveg á næstu árum vegna þess að ég ætla að ná mér í reynslu annars staðar í mínum störfum áður en ég kem til Eyja. En Eyjarnar eru kjörinn staður til að ala upp börn og gott samfélag til að taka þátt í. En auðvitað ræður maður ekki einn þegar kemur að því að velja búsetustað fjölskyldunnar og því getur maður ekki fullyrt  neitt um það.
     
Gætirðu hugsað þér að stofna og reka fyrirtæki í vestmanneyjum?
Jah, ég verð að viðurkenna að ég er kannski ekki mikið í þeim geira, ég ætla mér að minnsta kosti ekki að stofna trúfélag í Eyjum, svo mikið er víst – en ég held að Eyjar séu ekki slæmur staður til fyrirtækjareksturs.
     
Ef að Eyjamenn þyrftu að fjármagna göngin að hluta til, myndirðu kaupa hlutafé í göngunum ?
Mér fyndist það fáránlegt að Eyjamenn þyrftu sjálfir að borga eitthvað í göngunum. Ef við þyrftum að greiða fyrir að keyra í gegnum þau fyndist mér það alveg nóg. Samgöngur eru í höndum ríkisins og þannig á það að vera áfram.
     
Eitthvað að lokum ?   

Nei, þær eru í góðu lagi!

 

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.