Hvað með ferðamannaiðnaðinn?
23. nóvember, 2007

Mér þykir afar vænt um Vestmannaeyjar, einn góðan veðurdag langar mig til að flytja þangað og búa mér og fjölskyldu minni heimili. Ég veit að það verður ekki alveg á næstunni, en það mun koma að því. Ég lít framtíð eyjanna björtum augum enda hefur jákvæðnin einkennt samfélagið þar undanfarin misseri og menn sjá tækifæri í mörgum hornum, og þá einna helst í ferðamannaþjónustu. Efling fermannaðiðnaðar gerist ekki að sjálfu sér, og ekki nóg að tönglast á þessum orðum signt og heilagt til þess að allt breytist – menn þurfa að breyta einhverju og sækja fram.Nú hefur bæjarstjórn og umsjónarmenn þrettándagleði ÍBV lagt sitt á vogarskálarnar og hafa ákveðið hafa þrettándagleðina næstu tvö ár á laugardegi, til þess að fleiri sækja þessa hátíð sem þrettándagleðin sannarlega er! En þá kveður við heldur neikvæðan tón hjá eyjamiðlum og í eyjablöðum vegna þessara breytinga!
Eyjar.net sem er í ritstjórn vinar míns Kjartans Vídó reið á vaðið með fyrirsögninni “styttri jól í eyjum”. Fréttin er tekin óbreytt af visir.is og gengur út á að segja að jól Eyjamanna séu styttri en annarrra landsmann. Sama tón er að finna í Vaktinni, þar sem neikvæðnin er þó ívið meiri. Þar er fyrirsögnin: Íþróttahreyfingin eins og Kastró á Kúbu: Stytta jólahátíðina um einn dag”

Mér finnst þetta all undarleg umfjöllun í fjölmiðlum sem vilja láta taka sig alvarlega og koma fram á tyllidögum sem hlutlausir fréttamiðlar. Þrettándinn er alltaf 6. janúar og þá sannarlega er þréttandi og síðasti dagur jóla. Tímasetning þrettándagleðinnar breytir þar engu heldur eru menn fyrst og fremst að horfa í þau tækifæri sem geta eflt ferðaþjónustu í Eyjum.
Þetta er eins og þegar menn halda upp á afmæli sín, afmælisdagurinn er í miðri viku, en afmælisveislan sjálf er haldin helgina á undan. Það breytir því ekki að einstaklingurinn átti afmæli í miðri viku.

Jólin verða í þrettán daga – í eyjum og annars staðar. Þrettándagleðin í Eyjum er einstök og góð kynning á eyjunum. Tökum höndum saman og eflum ferðaþjónustuna og nýtum þau tækifæri sem eru til staðar – en ekki hræðast breytingarnar!

greinin birtist einnig á http://olafur.annall.is

 

Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst