Galaxy Caramel súkkulaðiköku
4. desember, 2007

Nú þegar líða fer að jólum og smákökkurnar eru fjölda framleiddar á flestum heimilum þá býð ég upp á þessar góðu smáköku uppskrift. Þessi er algjört sælgæti og þeir sem nenna ekki að baka þá er bara gott að skella sér út í næstu sjoppu og fá sér Galax Caramel súkkulaði og Coca Cola.

100 g dökkt súkkulaði
150 g púðursykur
75 g smjör, lint
1 egg
125 g hveiti
½ tsk lyftiduft
¼ tsk matarsóti
2 Galaxy Caramel

Bræðið súkkulaðið, látið kólna smá, þeytið púðursykur, smjör og egg mjög vel, súkkulaðið næst svo hveiti og lyftidufti. Hnoðið í 24 kúlur, gerið holu fyrir Galaxy Caramel súkkulaðibitana klípið kökurnar saman um súkkulaðiðbitana. Bakist við 180°c í 10-12 mín efst í ofni.

Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst