www.eyjar.net hefur ákveðið að setja á síðuna eitt jólalag á hverjum degi fram að jólum. Í dag er það jólagið Barnið í jötunni eftir Lýð Ægisson. Lagið samdi Lýður í Vestmannaeyjum fyrir um 25 árum en textann samdi hann fyrir nokkrum vikum. Barnið í jötunni var sent en jólalagasamkeppni Rásar 2 en þetta er fyrsta skiptið sem lagið kemst í hlustun hjá almenningi.
Það er Sigurjón sonur Lýðs sem syngur lagið.
Lag og ljóð: Lýður Ægisson
Senn koma jól – bráðum koma jól.
Þá munu klukkurnar klingja
og kórarnir syngja Heims um ból.
Upp rennur kvöldið – kyrrlátt og hljótt
svo kemur hin heilaga heilaga nótt.
Koma jól – þá blessuð koma jól.
Við þráum frið – öll við þráum frið.
Er frelsarinn fæddist
fögnuður glæddist lága jötu við.
Sögur af barninu Betlehem frá
við berum hvort öðru jólunum á,
að góðum sið – að góðum jólasið.
Brjóstin þá fyllast af fagnandi hátíðarblæ.
Af fegurð jólasögunnar stafar ljóma í sérhverjum bæ.
Boðskapur jólanna byggir á kærleik og trú,
er barnið litla í jötunni boðar
sem biðjum við til – ég og þú.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst