Hugur okkar til komandi árs er jákvæður
27. desember, 2007

Við á eyjar.net sendum út á nokkurn hóp eyjamanna tvær spurningar til að forvitnast hvernig árið 2007 hefði verið og hvort að einhverjar væntingar væri til ársins 2008. Elliði Vignisson bæjarstjóri var fyrstur til að svara og munum við birta svör þessara eyjamanna daglega næstu daga.

Hvernig var árið 2007 fyrir þig og fjölskyldu þína?
Árið 2007 var okkur fjölskyldunni gott.  Dóttir mín hóf skólagöngu sína í grunnskólanum og konan mín settist á skólabekk í háskólanum á ný þannig að árið hefur nokkuð mótast af því.  Við náðum þó að nota frítíma okkar mikið saman og áttum því ánægjulegar stundi bæði í leik og starfi.

Hvaða væntingar hefurðu til ársins 2008 fyrir þig og fjölskyldu þina?
Eins og önnur ár þá á ég von á annríki á árinu 2008.  Við erum öll þannig gerð að vilja hafa mikið fyrir stafni.  Annars er hugur okkar til komandi árs jákvæður og við væntum áframhaldandi farsældar allra í fjölskyldunni.  Við erum þakklát fyrir þau forréttindi sem felast í heilbrigði og metum mikils þau lífsins gæði sem okkur hafa fallið í skaut.

 

Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst