Tveir Selfyssingar valdir

Bæði þykja þau afar efnileg en Guðmundur �?órarinsson leikur með þriðja flokki Selfoss og Dagný leikur stórt hlutverk í 2. og 3. flokki kvenna hjá Selfoss. (meira…)

Íslandsmeistararnir dregnir úr keppni?

Hlynur Sigmarsson, formaður handknattleiksdeildar ÍBV staðfesti það í samtali við www.sudurland.is að hugmyndir væru uppi að draga liðið úr keppni. �?�?egar Marina er farin þá er hópurinn orðinn ansi þunnskipaður hjá okkur og spurning hvort við getum stillt upp liði,�? sagði Hlynur. �?Við vorum með ellefu leikmenn á skýrslu gegn Gróttu og nú eru tíu […]

Skrópaði á Fjöruborðið

Starfsmenn Fjöruborðsins segjast hafa tjaldað öllu til en aldrei hafi bólað á Jude. Stjarnan yfirgaf síðan klakann á laugardag með loforðum um að heimsækja landið aftur �? kannski að hann kíki þá á Fjöruborðið næst. (meira…)

�?tgáfa með vorinu

Karlakór Hreppamanna stefnir á útgáfu hljómdisks með hækkandi sól en nýverið var fyrri hluti disksins tekinn upp í Hveragerðiskirkju. Flest laganna sem búið er að hljóðrita eru eftir Sigurð Ágústsson, frá Birtingaholti, en fleiri lög verða væntanlega tekin upp í apríl. (meira…)

Magnús �?ór yfirgefur Suðurkjördæmi

�?�?að hefur komið fram sterk ósk innan flokksins að varaformaðurinn fari fram á höfuðborgarsvæðinu,�? segir Magnús en hann er ekki tilbúinn að tilgreina í hverju þriggja kjördæmanna á höfuðborgarsvæðinu hann stefni á framboð.Stjórn kjördæmisráðs frjálslyndra í Suðurkjördæmi kemur saman til fundar í næstu viku. Grétar Mar segir að þar verði væntanlega tekin ákvörðun um skipan […]

Hvalreki á menningarströnd

Í kvöld, miðvikudagskvöld, hefjast tónleikar með Lay Low, Lovísu Elísabetu Sigrúnardóttur, í Ráðhúsi �?orlákshafnar. Lay Low, sem búsett var í Flóahreppi um þriggja ára skeið, er einn eftirsóttasti tónlistarmaður landsins nú um stundir en hún rakaði til sín verðlaunum við afhendingu Íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir skemmstu. Tónleikarnir marka upphaf tónleikaraðarinnar Tóna við hafið og hefjast klukkan […]

Vistvæn hegðun sparar peninga

Jóna segir að Landvernd hafi tekið Vistvernd í verki upp á sína arma en alþjóðlegt heiti þess er GAP sem stendur fyrir Global action plan for the earth og á að stuðla að því að stjórnvöld nái settum markmiðum í umhverfismálum. Hún segir að verkefnið hafi þegar skilað miklum og varanlegum árangri í bættri umhverfismeðvitund […]

Riðuveiki komin upp í Hrunamannahreppi

Engin sjúkdómseinkenni voru á kindunum sem nú hafa greinst með riðu, en riðan greindist í heilasýnum sem tekin voru vegna reglubundins eftirlits með sjúkdómnum.Landbúnaðarráðherra hefur verið tilkynnt um málið og vinnur Landbúnaðarstofnun nú að undirbúningi niðurskurðar og að samningagerð við ábúendur. Sömuleiðis er unnið að gagnasöfnun vegna faraldsfræðirannsóknar. (meira…)

Um 350 krakkar komu við á Fréttum

Til að komast í myndasafnið þarf einungis að smella á hnappinn “ljósmyndir” hér að ofan, þar er mappa sem heitir “Vestmannaeyjar” og þar er að finna möppuna “�?skudagurinn 2007”. (meira…)

Mikill léttir að ákvörðun er komin

�?�?etta er í raun allt að gerast þessa dagana. Við vorum með starfshóp starfandi í allt haust sem vann mikla undirbúningsvinnu varðandi hvað hægt væri að gera. �?ar voru ræddir allir þeir möguleikar sem væru í stöðunni og við erum því nokkuð vel undirbúin. Nú er búið að taka ákvörðun um að nýta bæði skólahúsin […]

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.