Hlynur Sigmarsson, formaður handknattleiksdeildar ÍBV staðfesti það í samtali við www.sudurland.is að hugmyndir væru uppi að draga liðið úr keppni. �?�?egar Marina er farin þá er hópurinn orðinn ansi þunnskipaður hjá okkur og spurning hvort við getum stillt upp liði,�? sagði Hlynur. �?Við vorum með ellefu leikmenn á skýrslu gegn Gróttu og nú eru tíu eftir. �?ar af eru tvær úr fjórða flokki og fimm úr unglingaflokki. Maður spyr sig líka fyrir hverja værum við að halda áfram, væri það fyrir önnur lið í deildinni og er þá rétt að ÍBV steypi sér í skuldi fyrir önnur lið því við eigum ekki möguleika á titlum lengur með tilheyrandi innkomu. Við þurfum fjármagn til að standa undir launakostnaði erlendra leikmanna og ef þær væru ekki hér er þessu sjálfhætt,�? segir Hlynur.
Eins og áður sagði heldur Marina Tankiskaya af landi brott í dag en Hlynur vonar að hægt verði að leysa hennar mál. �?Stelpan fór að landi brott þar sem hún fékk ekki vegabréfsáritun til Íslands nema í viku, hvorki degi meira,�? segir Hlynur og er ósáttur við skilningsleysi stofnana við vanda handboltadeildar ÍBV. �?�?að sem ég er að meina, við erum í miklum vanda að ná endum saman og því miður höfum við ekki fundið fyrir þeim stuðning frá t.d. stjórn HSÍ, R�?V, fyrirtækjum, �?tlendingastofnun og síðan er spurning hvernig hver vilji Eyjamanna sé í þessum efnum ekki bara í orði heldur á borði.�?
Hlynur telur ekki neina þörf á að framfylgja sakavottorði fyrir Tankiskaya. �?�?g held að það sé hægt að fullyrða að þessi manneskja er einstök og gleði hennar og kærleikur hefur yljað okkar Eyjamönnum síðustu daga svo um munar. Íslenskt þjóðfélag væri mikill greiði gerður að hafa stúlku eins og hana búandi hér á landi. Við verðum að vona að Magnús �?ór Hafsteinsson alþingsmaður okkar Eyjamanna verði okkur hjálplegur í að veita henni dvalarleyfi þar sem gleði hennar og kærleiki mundi lýsa þann flokk upp svo um munar,�? sagði Hlynur að lokum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst