Álsey VE 2 komin til heimahafnar í fyrsta sinn

Síðdegis í dag kom nýtt skip Ísfélagsins til heimahafnar í fyrsta sinn eftir siglingu frá Kanaríeyjum, þaðan sem skipið var keypt. Heimsiglingin gekk vel en næstu daga verður unnið að smávægilegum endurbótum áður en skipið heldur til veiða. Skipstjóri á hinu nýja skipi verður Eyjamaðurinn Ólafur Á. Einarsson. (meira…)
Álsey VE 2 komin til heimahafnar

Það var rétt yfir 18:00 í dag sem Álsey VE 2 lagðist að bryggju í Vestmannaeyjum. Álsey er nýtt skip í eigu Ísfélags Vestmannaeyja, skipið er smíðað í Noregi 1987 og er ca 66 metra að lengd og ca 13 að breidd. Skipstjóri á Álsey er Ólafur Á. Einarsson og mun skipið fljótlega halda til veiða. […]
Fjölmenni í Brúarhlaupi Selfoss

Um 450 manns tóku þátt í árlegu Brúarhlaupi Selfoss í dag. Valur Þórsson sigraði í hálfmaraþonhlaupi karla, annar var Birkir Marteinsson og Guðmann Elísson varð þriðji en allir eru þeir í ÍS. (meira…)
Húsnæðisvandi leystur

Árlegt busaball Nemendafélags Fjölbrautaskóla Suðurlands verður haldið í Þingborg í kvöld. Það var á hrakhólum eftir að skemmtistaðnum Tony´s County í Ölfusi var lokað á þriðjudag í kjölfar rassíu fíkniefnalögreglu og heilbrigðiseftirlitsins. (meira…)
Mótorhjólamaður slasaðist

Ökumaður bifhjóls var fluttur slasaður á Heilbrigðisstofnun Suðurlands eftir að hann ók aftan á bifreið á Austurvegi á Selfossi í gær. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu stöðvaði bifreiðin skyndilega við gangbraut og við það varð óhappið. (meira…)
Nýtt skip Ísfélagsins væntanlegt síðdegis í dag

Álsey VE 2, uppsjávartogskipið sem Ísfélagið keypti nýlega, er væntanlegt til Vestmannaeyja frá Kanaríeyjum síðdegis í dag, laugardag. Skipið var smíðað árið 1987 í Flekkefjord í Noregi og er vel búið tækjum. Það er 65,65 metra langt og 12,60 metra breitt og burðargeta þess er um 2.000 tonn í 9 tönkum með öflugu kælikerfi. Ólafur […]
�?lvaður piltur velti bifreið

Ölvaður ökumaður missti stjórn á bifreið sinni á Hamarsvegi við Týsvöllinn svokallaða í Vestmannaeyjum um þrjúleytið í nótt. Atvikið varð um fjögurleytið í nótt, en dansleikur á vegum framhaldsskólans í bænum fór fram í gærkvöldi í Týsheimilinu. Enginn meiddist við óhappið. (meira…)
Sveitakeppni öldunga í golfi.

Í dag leikur sveit öldunga Gólfklúbbs Vestmannaeyja um 5-6 sætið í úrslitum í sveitakeppni Öldunga sem fram fer á Grafarholtsvelli Golfklúbbs Reykavíkur. Í sveit Gólfklúbbs Vestmannaeyja eru: Sigurður Þ. Sveinsson, Bergur Sigmundsson, Atli Aðalsteinsson, Grétar Jónatansson, Sigurður Guðmundsson og Ragnar Guðmundsson. Liðstjóri er Gísli Jónasson. (meira…)
Ökuferð endaði inn á Týsvelli
Það var rétt fyrir fjögur í nótt er bílvelta varð við Týsvöllinn og endaði bílinn það á hvolfi. Mikil mildi var að ekki urðu slys á fólki en talið er að ökumaður jeppans hafi verið undir áhrifum áfengið. Í Týsheimilinu var hið svo kallaða Busaball nemendafélags framhaldsskólans og af frásögn lögreglunar fór sá dansleikur vel […]
Dala-Rafn eitt útgerðarfélaga í mál

Dala-Rafn er eina útgerðarfélagið sem hefur ákveðið að höfða mál á hendur olíufélögunum Olís, Skeljungi og Keri, áður Olíufélaginu, vegna samráðs olíufélaganna á árunum 1993 til og með meirihluta árs 2001.Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Útgerðarfélagsins Brims, segir málsókn að hálfu fyrirtækisins hafa verið slegna út af borðinu að athuguðu máli. „Lögfræðingar töldu það ekki borga sig […]