Meta hættu á ofanflóði í Vík

Hluti byggðar í Vík í Mýrdal þarfnast frekari skoðunar vegna hættu á ofanflóðum. Þetta kemur fram í greinargerð sem Veðurstofa Íslands hefur sent sveitarstjórninni í Mýrdalshreppi. (meira…)

Reiðhöll rís við Miðkrika

Fyrsta skóflustungan að nýrri reiðhöll við Miðkrika á Hvolsvelli var tekin föstudaginn 7. september sl. Það var Bergur Pálsson formaður Skeiðvangs ehf. sem reið á vaðið en Skeiðvangur er nýstofnað einkahlutafélag um byggingu og rekstur hallarinnar. (meira…)

Vinnuhópur um áliðnað

Bæjarráð Ölfus hefur skipað vinnuhóp til þess að ræða við þá aðila sem óskað hafa eftir að koma af stað áliðnaði í sveitarfélaginu. Það eru fyrirtækin Þórsál og Alcan. Ólafur Áki Ragnarsson mun leiða vinnuhópinn með þau Birnu Borg Sigurgeirsdóttur, Stefáni Jónssyni, Páli Stefánssyni og Dagbjörtu Hannesdóttur innanborðs. (meira…)

Torfæran

Tvær síðustu umferðirnar í heimsbikarmótinu í torfæru fara fram við Hellu á laugardag og sunnudag. Flugbjörgunarsveitin á Hellu stendur fyrir keppninni. Þrjátíu keppendur eru skráðir til leiks, þar af fimm erlendir.Á sunnudag mun samgönguráðherra einnig vígja nýja motocrossbraut á svæðinu. (meira…)

Gríðarmikil aurskriða

Eftir mikla rigningu á miðvikudag í síðustu viku féll gríðarmikil aurskriða úr Vörðufelli á Skeiðum aðfaranótt fimmtudags. Hafliði Kristbjörnsson, bóndi á Birnustöðum, hefur búið undir fjallinu í rúm 70 ár og man hann ekki aðra eins skriðu. (meira…)

Leit að veiðimanni hefur engan árangur borið

Um 100 björgunarsveitarmenn leita nú veiðimanns sem féll í Sogið við Bíldsfell um kl. 17 í dag. Björgunarsveitir í nágrenninu voru þegar kallaðar út auk þess sem lögregla og sjúkraflutningamenn fóru á vettvang. (meira…)

Uppstokkun á Fréttum

Nokkur uppstokkun verður á Fréttum nú þegar Júlíus Ingason tekur við ritstjórn Vaktarinnar af Jóhanni Inga Árnasyni sem er fluttur til Bandaríkjanna með fjölskyldu sinni og er sestur á skólabekk. Auk þess tekur Júlíus við ritstjórn eyjafrétta.is. (meira…)

Pökkuðu hassi og LSD með kaffi og harðfiski og sendu með flugvél til Eyja

Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann og konu í skilorðsbundið fangelsi og til að greiða sekt. Fólkið faldi rúm 10 grömm af amfetamíni, tæp 3 grömm af hassi, 1 gramm af maríjúana og 4 skammta af LSD í kaffipakka og pakkaði inn ásamt harðfiski og sælgæti og sendu til Vestmannaeyja með flugvél frá Reykjavík. (meira…)

Mótvægisaðgerðir dropi í hafið

Útvegsbændur í Vestmannaeyjum segja að á undanförnum 6 árum hafi samfélagið í Eyjum fært fórnir upp á 3,1 milljarð króna í formi byggðakvóta, línuívilnunar og ýmissa bóta, meðal annars vegna brests í rækju og skelveiðum, útflutningsálags (sem nú hefur verið fellt niður) og þróunarsjóðsgjalds sem síðar varð að veiðigjaldi. (meira…)

Útvegsbændur í Eyjum segja mótvægisaðgerðir dropa í hafið

Útvegsbændur í Vestmannaeyjum segja að á undanförnum 6 árum hafi samfélagið í Eyjum fært fórnir upp á 3,1 milljarð króna í formi byggðakvóta, línuívilnunar og ýmissa bóta, meðal annars vegna brests í rækju- og skelveiðum, útflutningsálags og þróunarsjóðsgjalds sem síðar varð að veiðigjaldi. Þannig hafi Eyjamenn í raun og veru stutt aðrar sjávarbyggðir árlega með […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.