Garðbæingar of sterkir fyrir ÍBV

Meistaraefnin í Stjörnunni reyndust ofjarlar ÍBV í kvöld þegar liðin mættust í Vestmannaeyjum. Leikmenn ÍBV stóðu sig reyndar ágætlega á köflum en þess á milli fóru þeir afar illa með dauðafæri, klúðruðu m.a. fjórum vítaskotum og hefðu í raun getað veitt meiri mótspyrnu er raunin varð. Gestirnir gátu leyft sér að hvíla nokkra leikmenn þegar […]
Stór dagur hjá ÍBV Iþróttafélagi

N.k. föstudagur verður stór dagur í sögu ÍBV Íþróttafélags. Í fyrsta lagi verður lokahóf yngri flokka félagsins í knattspyrnu í sal 2 í Íþróttamiðstöðinni, hófið hefst kl.15.00. Strax að loknu hófinu kl. 16.30, mun verða tekin fyrsta skóflustunga að nýju knattspyrnuhúsi, sem rísa mun vestan við Týsheimili. Þorkell Sigurjónsson mikill áhugamaður um byggingu hússins mun […]
Fyrsta skóflustunga að nýju knattspyrnuhúsi tekin á föstudag

Það verður sannkallaður hátíðisdagur hjá ÍBV-íþróttafélagi á föstudaginn en hápunkturinn er sjálfsagt fyrsta skóflustungan að nýju knattspyrnuhúsi en Þorkell Sigurjónsson, stuðningsmaður ÍBV númer eitt og mikill áhugamaður um húsið mun taka fyrstu skóflustunguna ásamt tuttugu iðkendum félagsins. Þá lokahóf yngri flokka fara fram fyrr um daginn, karlalið ÍBV í knattspyrnu leikur síðasta leik sinn og […]
Glitnir styrkir félagslífið

Glitnir á Selfossi er orðinn aðal styrktaraðili Nemendafélags Fjölbrautaskóla Suðurlands. Bankinn hefur heitið félaginu myndarlegum stuðning í að minnsta kosti eitt ár ásamt aukafjárveitingu vegna söngkeppni skólans sem fram fer í nóvember. (meira…)
�?jónustuhús fyrir aldraða

Sigurður Bjarnason, fyrrverandi bæjarstjórnarmaður í Ölfusi, vígði þjónustuhús við íbúðir aldraðra að Egilsbraut 9 í Þorlákshöfn síðast liðinn föstudag. Húsið er 280 fermetrar og kostaði fullbúið um 90 milljónir króna. (meira…)
Dýrkeypt bensínkort

Farið var inn í þrjá ólæsta bíla í Þorlákshöfn í síðustu viku og einum þeirra stolið. Bíllinn fannst samdægurs aftur, óskemmdur, við bensínstöðina við Óseyrarbraut. (meira…)
Sóðar sektaðir

Um helgina sektaði Selfosslögrega tvo ökumenn fyrir að henda rusli á bílaplani við Hótel Selfoss. Við slíku er allt að tíu þúsund króna sekt en sýslumaðurinn á Selfossi boðaði í sumar hertar aðgerðir gegn sóðaskap. (meira…)
Norska Landhelgisgæslan tók Vilhelm �?orsteinsson EA

Samkvæmt fréttum sem Suðurland.is telur áreiðanlegar hefur norska Landhelgisgæslan tekið síldveiðiskipið Vilhelm Þorsteinsson EA og er hann á leiðinni til Noregs. (meira…)
Gróska í fasteignaviðskiptum í Vestmannaeyjum

Eyjamenn hafa líklega slegið Íslandsmet í fjölda fasteignasala á hvern íbúa, en í eyjum eru nú starfandi þrír fasteignasalar og eftir því að dæma er mikil gróska í fasteignaviðskiptum í eyjum. Fasteignaverð hefur hækkað að undanförnu í framhaldi af aukinni eftirspurn eftir fasteignum í eyjum. www.eyjar.net sendi spurningar á alla fasteignasala í Vestmannaeyjum og birtum […]
Bæjarstjórinn þjálfar hjá ÍBV

Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja hefur tekið að sér þjálfun í yngri flokkum handboltans hjá ÍBV. Elliða er þó ekki treyst fyrir aðalþjálfarastöðunni en hann verður Unni Sigmarsdóttur innan handar í þjálfun sjötta flokks drengja. Elliði var á árum áður nokkuð liðtækur í handbolta en bróðir hans, Svavar var lengi einn sterkasti línumaður landsins. (meira…)