Verslunarmannafélag Vestmannaeyja sameinast VR

Á aðalfundi Verslunarmannafélags Vestmannaeyja, VFV í kvöld var samþykkt að félagið myndi sameinast Verslunarmannafélagi Reykjavíkur, VR. Tillaga stjórnar og trúnaðarráðs VFV þess efnis var flutt á aðalfundinum og samþykkt einróma eða með öllum 38 atkvæðum atkvæðabærra fundarmanna sem sóttu fundinn. Alls eru félagsmenn í VFV um 230 talsins en í VR eru félagsmenn um 27 […]

Vaxandi áhyggjur af sjófuglastofnum í Norðurhöfum

Norrænir sérfræðingar segja, að víðtækar umhverfisbreytingar, sem rekja megi til breytinga á loftslagi, hafi raskað fæðuvef sjófugla í Norðurhöfum. Síðustu ár hafi fuglum í sjófuglabyggðum fækkað og margir stofnar eigi erfitt með að koma ungum á legg. (meira…)

Tvívegis stöðvaður réttindalaus á ótryggðu bifhjóli

Það var öllu rólegra hjá lögregla í vikunni sem leið en síðustu tvær þar á undan. Hins vegar hafði lögregla í nógu að snúast að vanda við að aðstoða borgarana og halda uppi lögum og reglum. Einn var stöðvaður í tvígang fyrir akstur án réttinda á bifhjóli auk þess sem hjólið var óskráð og ótryggt. […]

Tveir grunaðir um ölvun við akstur

Tveir ökumenn voru stöðvarðir í síðustu viku vegna gruns um ölvun við akstur og hafa þá fimm ökumenn verið staðnir að akstri undir áhrifum áfengis á undanförnum þremur vikum, sem verður að teljast mikið miðað við stað eins og Vestmannaeyjar. Annars vegar var ökumaður staðinn að verki við hraðakstur á Friðarhafnarbryggju en hinn hafði misst […]

Nýjasta tækni í fjarskiptum?

Síminn hefur nú kynnt þriðju kynslóð farsíma, sem þykja mikið undur. Þannig heldur tæknin áfram að þróast. Hvar eða hvort henni lýkur einhverntímann veit enginn. Myndabandið sem hér er, gæti verið samskiptamáti framtíðarinnar. Hver veit, en þó frekar ólíklegt, – og þó? (meira…)

Helstu verkefni lögreglu frá 1. til 8. október 2007.

Það var öllu rólegra hjá lögreglu í vikunni sem leið en síðust tvær vikur á undan. Hins vegar hafði lögreglan í ýmsu að snúast að vanda við að aðstoða borgarana og halda uppi lögum og reglu. Ein eignaspjöll voru tilkynnt til lögreglu um helgina en gestur veitingastaðarins Lundans varð eitthvað ósáttur við að vera vísað […]

Vaxandi áhyggjur af sjófuglastofnum í Norðurhöfum

Víðtækar umhverfisbreytingar sem rekja má til breytinga á loftslagi hafa raskaðfæðuvef sjófugla í Norðurhöfum. Síðustu ár hefur fuglum í sjófuglabyggðum fækkað og margir stofnar eiga erfitt með að koma ungum á legg. Ótvíræðar en flóknar breytingar eru að eiga sér stað á vistkerfi sjávar sem undirstrikar enn frekar en áður þörf fyrir að stjórna betur […]

ÍBV féll úr leik fyrir B-liði Aftureldingar

Óhætt er að segja að karlalið ÍBV hafi ekki riðið feitum hesti frá viðureignum sínum um helgina í Mosfellsbæ. Fyrst töpuðu strákarnir fyrir A-liði Aftureldingar í 1. deildinni með þrettán mörkum, 42:29. Niðurlægingin var svo algjör daginn eftir þegar ÍBV tapaði fyrir B-liði Aftureldingar í bikarkeppninni, lokatölur urðu 29:27 og er ÍBV því úr leik. […]

Viltu skrá þig í upplýsingarit Vestmannaeyja 2008?

Viltu skrá þig í upplýsingarit Vestmannaeyja 2008? Viltu breyta upplýsingum um þig/ þína fjölskyldu í ritinu? Viltu taka út gömul númer? Ef svo er, þá er tækifærið núna! Hafðu samband í síma 866-6333 eða á netfangið margretros@vestmannaeyjar.is eða eyverjar@simnet.is og því verður kippt í liðinn.  Stjórn Eyverja (meira…)

Útlönd

Áðan þegar ég fór útí búð þá varð mér hugsað til samtals sem átti sér stað milli nokkurra fjölskyldumeðlima minna útí Danmörku um daginn, umræðuefnið var “að búa í útlöndum”. Þetta byrjaði með því að fyrsta ræðukona sagðist ekki geta flutt til útlanda því að hún gæti ekki drukkið mjólkina þar og það vantaði alla […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.