Fyrrum Evrópumeistarar í vandræðum með Val

Valur tapaði 3:1 gegn fyrrum Evrópumeisturum Frankfurt í Belgíu í dag í fyrsta leik liðsins í 16-liða úrslitum Evrópukeppni kvennaliða. Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði fyrir Val undir lok fyrri hálfleiks. Frankfurt náði ekki að jafna metin fyrr en á 80. mínútu og bættu Þjóðverjarnir við tveimur mörkum á lokakaflanum.Næsti leikur Vals er gegn Wezemaal frá […]
Bjórverksmiðjan kemur til með að framleiða 400 þúsund lítra

Í dag kynnti Björgvin Þór Rúnarsson þeim Elliða Vignissyni, bæjarstjóra og Hrafni Sævaldssyni frá Atvinnuþróunarsjóði Suðurlands, fyrirhugaða bjórverksmiðju sem áætlað er að reisa í Vestmanneyjum. Björgvin Þór, sem er annar tveggja forsvarsmanna fyrirtækisins sagði á fundinum að fyrirhugað væri að framleiða 400 þúsund lítra af bjór á ári en fyrirhuguðu verksmiðja gæti framleitt allt að […]
Mun minni fiskafli í september en í fyrra

Heildarafli í september var 44.865 tonn. Er það helmingi minni afli en var í september 2006, þá var aflinn 87.199 tonn. Samdráttur var í afla flestra tegunda en hvað magn varðar munar mest um minni síldarafla í ár. Í yfirliti Fiskistofu segir, að botnfiskaflinn í september 2007 hafi verið 28.639 tonn en aflinn var 37.840 […]
Myndir af réttum í Brandinum

Síðusta sunnudag fóru rollubændur í Brandinum og aðstoðarmenn út í Brand til að ná í það fé sem þar hefur verið í sumar. Sögðum við frá þessari ferð þeirra í byrjun vikunnar en við birtum nú fleiri myndir út þessari ferð þeirra Brandara. Ef að þú hefur einhverjar myndir af atburðum, fréttum eða einhverju skemmtilegu […]
Eyjar og fótboltahöllin

Góðan daginn kæri lesandi. Jæja nú verð ég að tjá mig aftur endilega verið dugleg að kommenta líkt og gerðist um Bakkafjöru umræðuna. Ég hef verið á þeirri skoðun að Eyjar séu á réttri leið. Hitaveitan seld og peningar inn í bæjarfélagið þannig að hægt var að byrja greiða niður skuldir og koma bænum á […]
Björgunarbáturinn Þór ræstur út í nótt

Í nótt klukkan 03:00 barst útkall á áhöfn björgunarbátsins Þór en Færeyskur fiskibátur sendi út neyðarkall er hann varð vélarvana. Báturinn var á reki um fjórar mílur milli Þjórsár og Stokkseyrar. Björgunarbáturinn Þór fór frá bryggju innan við 10 mínútum eftir að útkall barst. Þegar Þór átti 10 sjómílur í bátinn þá fengu þeir þær […]
Mest vatnsskemmdir eftir bruna
Slökkvilið Vestmannaeyja var kallað út klukkan 4:13 í nótt þar sem kviknað hafði í einbýlishúsi að Sóleyjargötu 12. Samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum kviknaði í út frá kerti sem staðið hafði á arinhillu. Út frá kertinu kviknaði í veggskrauti sem féll svo á gólfið sem aftur kveikti í parketi sem á gólfinu […]
Loðnukvótinn 205 þúsund tonn

Sjávarútvegsráðuneytið hefur gefið út reglugerð um loðnuveiðar á vetrarvertíð 2008, að tillögu Hafrannsóknastofnunarinnar. Heimilt verður að hefja loðnuveiðar 1. nóvember. (meira…)
Nýtt kynningarmyndband um Vestmannaeyjar

Á ferða- og upplýsingavefnum www.VisitWestmanIslands.com er að finna nýtt kynningarmynd um Vestmannaeyjar. Í myndbandinu er að finna viðtöl við erlenda ferðamenn sem komu til Vestmannaeyja í sumar og segja þeir frá því hvað þeim fannst markverðast að sjá í Vestmannaeyjum. Það var Sighvatur Jónsson sem tók þessi viðtöl og klippti myndbandið en myndbrot eru frá […]