Listamannsspjall í Listasafni Árnesinga

Laugardaginn 27. október kl. 15 mun hinn frjói og alþýðlegi indverski myndlistarmaðurinn Bonoprosonno ræða við gesti um list sína í kaffistofu Listasafns Árnesinga. (meira…)

Nýr miðbær Hveragerðis á teikniborðinu

Um þessar mundir er unnið að deiliskipulagi fyrir nýjan miðbæ í Hveragerði. Að framkvæmdinni stendur fjöldi lóðareigenda í Þelamörk, Þórsmörk, Breiðumörk og Reykjarmörk. (meira…)

Vilja stækka Hraunið í stað Hólmsheiðar

Fangaverðir á Litla-Hrauni skora á stjórnvöld að fjölga fangelsisplássum á Eyrarbakka, í stað þess að ráðast í stórfellda uppbyggingu á Hólmsheiði í Reykjavík þar sem stendur til að byggja fangelsi með sextíu plássum. Fangaverðirnir segja tuttugu fangapláss yfirdrifið nóg á höfuðborgarsvæðinu. Hin fjörtíu plássin ætti að færa á Litla-Hraun. Slíkt sé hagkvæmara og tryggi góða […]

Aukin Ylrækt

Garðyrkjustöðin Ylrækt í Hveragerði hyggst reisa um 600 fermetra gróðurhús að Gróðurmörk 3. Bæjarráð Hveragerðis úthlutaði fyrirtækinu lóðinni og segir bæjarstjóri umsóknina ánægjulega í ljósi þess að garðyrkjurækt í Hveragerði hefur undanfarin ár verið niður á við. (meira…)

Mæðravernd í gámi á baklóð

Ljósmæður á Heilbrigðisstofnun Suðurlands hafa fengið bráðabirgðahúsnæði fyrir mæðravernd í gámi á baklóð stofnunarinnar. Um er að ræða 20 m2 skrifstofugám með biðstofu, salerni og skoðunarherbergi. (meira…)

Bruni á Hilmisgötu

Eldur kviknaði um kl 16:00 í íbúðarhúsi í miðbæ Vestmannaeyja. Kviknaði í húsi við Hilmisgötu 1 og var húsið mannlaust . Í húsinu býr fjögura manna fjölskylda og var það fyrsta verk hjá slökkviliðinu að kanna hvort einhver væri inni og reyndist svo ekki vera. Eldur stóð út um glugga þegar slökkvilið kom á staðinn.Slökkvistarf […]

Stóð út um glugga þegar slökkvilið kom á staðinn

Rétt eftir klukkan fjögur í dag var tilkynnt um eld í íbúð á miðhæð að Hilmisgötu 1 í Vestmannaeyjum. Enginn var í íbúðinni þegar eldurinn kom upp en eldtungur stóðu út um glugga þegar slökkvilið kom á staðinn. (meira…)

Vinnslustöðin 6 kvótahæsta úrgerðarfyrirtæki landsins

Fiskistofa birtir í gær á vefsíðu sinni stöðu aflaheimilda 100 stærstu útgerða miðað við 18. október, en stofnunin tekur reglulega saman slíkan lista. Sem fyrr eru HB Grandi, Samherji og Brim efstu þrjú fyrirtækin á þessum lista.Vinnslustöðin og Ísfélagið eru á topp 10 listanum í 6. og 8.sæti en Bergur Huginn er 16.sæti. Hluta af […]

Gunnar Heiðar og fleiri ósáttir við Eyjólf?

Norski netmiðillinn Nettavisen ræðir í dag nokkuð um stöðu íslenska landsliðsins í knattspyrnu og hefur eftir íslenskum knattspyrnumönnum í Noregi, að þeir séu ekki ánægðir með árangur liðsins og vilja að Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari verði látinn fara. Nettavisen nafngreinir Gunnar Heiðar Þorvaldsson, Indriða Sigurðsson og Ólaf Örn Bjarnason og vitnar í samtöl við þá. Árni […]

Erum við hrædd við jafnrétti?

Jafnréttisráðstefna 24. október í ráðstefnusal Keilis, miðstöðvar vísinda, fræða og atvinnulífs á Reykjanesi og varpað í gengum FS-netið til fræðslumiðstöðva um allt land Markmið ráðstefnunnar er að ræða stöðu jafnréttismála og leiðir til að auka jafnrétt kynjanna á vinnumarkaði. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.