Á leiðinni í framhjáhald.... eða að koma í veg fyrir framhjáhald?
3. október, 2014

Hvað er viðeigandi og hvað er ekki viðeigandi þegar við erum í sambandi eða gift? Er eitthvað sem þú felur fyrir maka þínum? Einhver samskipti sem þú ert í sem þú myndir alls ekki vilja að maki þinn kæmist að?  Í gegnum tíðina hef ég rekið mig á það að það eru mjög skiptar skoðanir á þessu. En flest allir sem ég þekki eru á móti framhjáhaldi, hvort sem að það eru aðilar sem hafa haldið framhjá eða sem hafa orðið fyrir framhjáhaldi.  Öll virðumst við vera á sömu skoðun varðandi þessa hegðun um að hún sé óviðeigandi og óheiðarleg.  Í vikunni rakst ég á grein eftir hjónin Gary og Joy Lundberg  og ætla ég að styðjast við þá grein að mestu í þessum pistli mínum þar sem punktarnir í greininni eru eitthvað sem ég er svo hjartanlega sammála. Gary er hjóna- og fjölskylduráðgjafi en Joy er rithöfundur.

Flest allir sem hafa farið út í framhjáhald tala um að það hafi enganvegin verið á dagskrá í þeirra lífi að vera að fara út í framhjáhald. Töldu það meira að segja vera eitthvað sem að aldrei myndi gerast í þeirra lífi og hvað þá að þeir yrðu sá eða sú  sem myndi brjóta gegn maka sínum. Oft áttar fólk sig ekki á því að það hefur í raun og veru verið óheiðarlegt gagnvart maka sínum áður en framhjáhaldið sjálft hefst… því yfirleitt eru ákveðnir þættir sem að  leiða til framhjáhaldsins. Ef við erum ekki vakandi fyrir okkur sjálfum (við sjálf tökum jú ábyrgð á okkur sjálfum) og erum ekki tilbúin að líta í eigin barm varðandi hegðun okkar þá getur voðinn orðið vís og fólk jafnvel komið út í framhjáhald áður en það veit af. Upphaflega á þetta oft á tíðum að vera saklaus hegðun sem leiðir út í eitthvað meira. En hér kemur listinn frá hjónunum og á honum eru „rauðu“ ljósin þar sem fólk ætti að staldra við og skoða hvað það er að gera:

1.       Daður

Að daðra og leika sér við þá sem þú vinnur með eða ert í samskiptum við getur ekki verið svo slæmt? Eða hvað? Daður er skemmtilegt … en þú ættir að forðast það eins og pláguna. Því þetta er hætturlegt. Og ef einhver er að daðra við þig- hunsaðu það þá.

Fólk sem er gift, í sambandi eða sambúð ætti ekki að samþykkja þessa hegðun á milli neins nema þá í sínu sambandi við maka. Daður er hættulegur leikur sem getur leit út í boð eða samskipti sem þú ætlaðir þér ekki í upphafi.

2.       Að eiga trúnaðarvin að gagnstæðu kyni

Þegar þú ert í vandræðum og þú treystir einhverjum af gagnstæðu kyni fyrir því sem er í gangi hjá þér. Í upphafi finnst fólki það oft vera sakleysislegt og jafnvel bara öxl til að gráta á. Ef þér líður illa talaðu þá um það við maka þinn því það er besta öxlin sem þú getur valið til þess að gráta á. Ef það gengur ekki upp að ræða málin við maka talaðu þá við vin af sama kyni, ættingja, prest, sálfræðing eða ráðgjafa. Ekki einhvern sem getur leitt til óviðeigandi nándar. Þó svo að í upphafi sé það ekki planið þá endar það því miður oft þannig að nándin verður óviðeigandi. Og það skapar óheiðarleika í sambandi þínu við maka þinn.

3.       Að eyða tíma ein/n með einhverjum af gagnstæðu kyni

Það að fara í hádegismat eða bjóða einhverjum heim af gagnstæðu kyni án maka er óviðeigandi hegðun í sambandi. Flestir hugsa, „Hva- við erum nú bæði fullorðið fólk. Það gerist ekkert hjá okkur.“ En því miður þá gerast hlutir oft í þessum aðstæðum- óviðeigandi. Veldu að eyða tíma frekar með maka þínum.

4.       Að tala neikvætt um maka þinn

Þegar þú ert sönn eða sannur vinur þá talar þú ekki illa um vini þína. Maki þinn er besti vinur þinn og er því seinasta persónan sem þú ættir að tala um á neikvæðan hátt. Ef eitthvað kemur upp á milli ykkar- ræðið út um það. Miðaðu samskiptin út frá góðum þáttum í sambandi ykkar, og ykkar jákvæðu þáttum bæði persónulega og í sambandinu sjálfu.  Það er að vera trúr. Eina undantekningin frá þessu er ef það er ofbeldi eða misnotkun í sambandinu. Þá er mikilvægt að treysta vin, ráðgjafa og jafnvel lögreglunni. Það er mikilvægt að upplifa öryggi í sambandinu.

5.       Að eiga samskipti við einstaklinga af gagnstæðu kyni á internetinu, sms eða Snapchat

Ef að þú telur það vera saklaust- hugsaðu þá um þetta aftur. Það byrjar í sjálfu sér á þann hátt að þessi samskipti eru sárasaklaus- en sjaldnast endar það þannig að svona samskipti endi sakleysislega. Sumir eru að eiga samskipti við gamla kærasta eða kærustur úr fortíðinni, fyrrverandi bólfélaga eða einhvern sem var verið að deita. Jafnvel er þetta einhver ókunnug/ur. Það er nú oftast þannig að eitt leiðir af örðu og áður en þú veist af þá er sambandið þitt komið í hættu. Þetta er hættulegur leikur og því ættir þú alls ekki að leika hann. Þetta  endar yfirleitt þannnig að þú ert búin að koma sambandi þínu og fjölskyldu þinni í  slæma stöðu og stöðu sem þú ætlaðir þér ekki að setja maka þinn og fjölskyldu í, í upphafi.

6.       Að klæða sig upp til þess að ganga í augunn á einhverjum öðrum en maka sínum

Ef þú ert að klæða þig upp til þess að ganga í augun á einhverjum öðrum þá þarftu að vara þig.  Að reyna að ganga í augun á öðrum með því að klæða sig upp, vera aðlaðandi og kynþokkafull/ur er ein leiðin í átt að óheiðarleikanum.

7.       Að senda persónulegan póst eða bréf til einhvers annars

Ef að þú ert ýmist að senda fólki hamingjuóskir, samúðarkveðjur eða bara línu að einhverju tilefni þá er góð regla að skrifa alltaf undir bæði nafn þitt og maka þíns. Við það verður enginn misskilingur.

8.       Að vera ekki í kynferðslega nánu sambandi við maka

Að vera trúr maka sínum merkir að þú kannt að meta alla þætti sambandsins eða hjónabandsins. Ef að kynlífið er langt til hliðar þá er ekki verið að rækta sambandið, því kynlífið hefur áhrif á styrkleika og fullnægju beggja aðila í sambandinu. Að vera trúr maka sínum þá þá þarf að huga að öllum þáttum sambandsins/hjónabandsins.

9.       Að taka foreldra þína fram yfir maka þinn

Maki þinn ætti ætíð að vera sá sem er númer eitt í þínu lífi. Ef eitthvað dásamlegt kemur upp eins og t.d. stöðuhækkun, staðfest þungun eða einhverjar góðar fréttir þá ætti makinn ætíð að vera sá sem ætti að fá fréttirnar fyrst áður en þú hefur samband við foreldra þína,  fjölskyldu eða vini. Gleðifréttum ætti alltaf að deila fyrst með maka og síðan með hinum.

10.   Að taka börnin þín fram yfir maka þinn

Börn skipta máli- og mjög miklu máli. Þau eru mjög mikilvægir einstaklingar í lífinu en þau ættu ekki að vera þér mikilvægari en maki þinn. Ef að þú forgangsraðar börnunum ofar en maka þínum þá ertu ekki að sýna maka þínum tryggð í sambandinu/hjónabandinu. Maki þinn ætti ætíð að koma á undan. Það gerir ekki eingöngu samband þitt við maka þinn sterkara heldur gefur það líka börnunum besta mögulega öryggið sem þau geta fengið.

 

Skoðaðu þessa punkta og hvort að þér finnist þú vera 100% heiðarleg/ur gangvart maka þínum. Með því að vera tilbúinn að skoða þettta þá getur þú unnið að því að vera í hamingjuusömu og fullnægðu sambandi/hjónabandi.

 

 

Greinina má skoða í heild sinni hér.

Gangi okkur öllum vel í öllum okkar samböndum og samskiptum og megi ástin og kærleikurinn umvefja okkur öll og styðja okkur í því að vera heiðarleg gangvart sjálfum okkur og öðrum.

 

Góðar stundir,

Fríða Hrönn

 

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst