Skipstjórarnir fá áheyrn

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Eyjar.net hafa skipstjórarnir sem sendu innanríkisráðherra bréf í lok árs í fyrra og innihélt ósk um áheyrn hennar – vegna vanda Landeyjahafnar fengið boð um að mæta til fundar í ráðuneytið.

Verður um tímamótafund að ræða – þar sem ekki hefur hingað til tekist hjá skipstjórnarmönnum sem siglt hafa um Landeyjahöfn að fá áheyrn þeirra sem véla um næstu skref í samgöngumálum milli lands og eyja – nema að mjög óformlegu leiti.

Er því óhætt að hrósa Ólöfu Nordal fyrir að vilja skoða allar hliðar málsins áður en ákvörðun um framhaldið er tekin. Þannig aukast líkurnar á að niðurstaða um næstu skref í málinu verði rétt – fremur en pólitísk. Það er jú alltaf gott að ræða við þá sem þekkja staðhætti hvað best – áður en farið er útí milljarða framkvæmdir.

 

Nýjustu fréttir

Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Dagvistunarmál til umræðu á fundi fræðsluráðs
Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.