Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Eyjar.net hafa skipstjórarnir sem sendu innanríkisráðherra bréf í lok árs í fyrra og innihélt ósk um áheyrn hennar – vegna vanda Landeyjahafnar fengið boð um að mæta til fundar í ráðuneytið.
Verður um tímamótafund að ræða – þar sem ekki hefur hingað til tekist hjá skipstjórnarmönnum sem siglt hafa um Landeyjahöfn að fá áheyrn þeirra sem véla um næstu skref í samgöngumálum milli lands og eyja – nema að mjög óformlegu leiti.
Er því óhætt að hrósa Ólöfu Nordal fyrir að vilja skoða allar hliðar málsins áður en ákvörðun um framhaldið er tekin. Þannig aukast líkurnar á að niðurstaða um næstu skref í málinu verði rétt – fremur en pólitísk. Það er jú alltaf gott að ræða við þá sem þekkja staðhætti hvað best – áður en farið er útí milljarða framkvæmdir.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst