Nú styttist í að dýpkunarskipið Galilei 2000 komist á áfangastað við Landeyjahöfn. Fyrst stefnir þó í að Dísan, skip Björgunar þurfi að mæta á svæðið og dýpka til þess að belgíska skipið nái að athafna sig við höfnina.
Belgíska skipið er þannig úr garði gert að rörið á því nær undir mitt skipið og því nær það ekki að moka upp á slíkum grynningum sem nú eru við Landeyjahöfn. Dísan er hinsvegar með dælubúnað að framan. Staðan virðist því orðin þannig að nú þarf dýpkunarskip til að dýpka fyrir dýpkunarskipið sem dýpkar fyrir ferjuna.
Hér má sjá búnaðinn á Galilei 2000:
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst