Athygli vakti er Sigurður Áss Grétarsson, framkvæmdastjóri siglingasviðs Vegagerðarinnar sagði í viðtali við Rúv að dýpkunarskipin Dísa og Galilei 2000 ristu jafn mikið og því væri um misskilning að ræða þegar talað væri um að Dísa væri að dýpka fyrir Galilei.
Orðrétt sagði hann:
„Þau rista jafndjúpt, þó Galilei sé miklu stærra skip. Galilei mun dæla upp úr höfninni en Dísa vinna fyrir utan hana“
Lítum nú á hinn góða skipavef Marinetraffic.com og skoðum samanburðinn á djúpristunni:
Ekki verður betur séð á þessu – enn það muni 0,6 m á djúpristunni á þessum skipum – og því tæplega hægt að tala um að þau risti jafn djúpt. Samkvæmt heimildum Eyjar.net ristir Dísa fulllestuð 3,95 m en Galilei 4,45 m.
Er til of mikils mælst að menn segi okkur satt. Enn og aftur er verið að færa í stílinn – og er það ekki málinu til framdráttar.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst