Athygli vakti er Sigurður Áss Grétarsson, framkvæmdastjóri siglingasviðs Vegagerðarinnar sagði í viðtali við Rúv að dýpkunarskipin Dísa og Galilei 2000 ristu jafn mikið og því væri um misskilning að ræða þegar talað væri um að Dísa væri að dýpka fyrir Galilei.
Orðrétt sagði hann:
„Þau rista jafndjúpt, þó Galilei sé miklu stærra skip. Galilei mun dæla upp úr höfninni en Dísa vinna fyrir utan hana“
Lítum nú á hinn góða skipavef Marinetraffic.com og skoðum samanburðinn á djúpristunni:


Ekki verður betur séð á þessu – enn það muni 0,6 m á djúpristunni á þessum skipum – og því tæplega hægt að tala um að þau risti jafn djúpt. Samkvæmt heimildum Eyjar.net ristir Dísa fulllestuð 3,95 m en Galilei 4,45 m.
Er til of mikils mælst að menn segi okkur satt. Enn og aftur er verið að færa í stílinn – og er það ekki málinu til framdráttar.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.