Fjölluðu um vitlausa könnun

Eyjafrettir.is fjölluðu í gær um skoðanakönnun sem MMR vann fyrir Eyjar.net undir fyrirsögninni „Sameinast í kröfu um nýtt skip og endurbætur á Landeyjahöfn”. Ekki verður betur séð en þeir hafi farið áravillt – því könnunin sem vísað er í er frá því í febrúar 2015.

Í fréttinni segir m.a:

„Yfir 80 prósent segja stöðuna í siglingum á sjó hafi neikvæð áhrif á íbúaþróun í Eyjum.”

Ekkert var spurt út í íbúaþróun í nýju könnuninni – það var hinsvegar spurt um það árið 2015.

Og enn að fréttinni:

„Þá er spurt um traust til Vegagerðarinnar, innanríkisráðuneytisins og bæjarstjórnar til að taka ákvarðanir um framtíðarskipulag samgangna milli lands og Eyja. Traustið er ekki mikið á Vegagerð og ráðuneytinu samkvæmt könnuninni en um helmingur ber mikið eða frekar mikið traust til bæjarstjórnar.”

Hið rétta er að í könnun ársins 2016 eru 33,9% bera mikið traust til bæjarstjórnar í samgöngumálum en 49,2% lítið traust.

Er til of mikils mælst að menn skoði allavega ártalið áður en þeir fjalla um mikilvæg mál?

 

Hér má sjá nýjustu könnunina.

 

Nýjustu fréttir

Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Dagvistunarmál til umræðu á fundi fræðsluráðs
Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.