Máttleysi minnihlutans

Hún lét kannski ekki mikið yfir sér, yfirlýsingin frá Eyjalistanum sem send var út á laugardaginn. En þar er farið þess á leit við bæjarstjórn að hún beiti sér fyrir því að borgarafundur um samgöngumál verði haldinn.

Nú er hvíslað um að þarna sé máttleysi minnihlutans endanlega undirstrikað – þegar hann fer þess á leit við sjálfstæðismenn að þeir skipuleggi fyrir sig borgarafund. Í stað þess að ganga fram fyrir skjöldu – sína afl sitt í verki og skipuleggja slíkan fund sjálf. Með því hefði flokkurinn getað fengið þá aðila sem þau telja best til þess fallna að fjalla um þetta mikilvæga mál og í leiðinni markað sér betri stöðu í annars döpru stjórnmálaumhverfi eyjanna.

Það verður spennandi að sjá hvern þau fá til að skipuleggja næstu kosningabaráttu fyrir sig!

Nýjustu fréttir

Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Dagvistunarmál til umræðu á fundi fræðsluráðs
Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.