Hún lét kannski ekki mikið yfir sér, yfirlýsingin frá Eyjalistanum sem send var út á laugardaginn. En þar er farið þess á leit við bæjarstjórn að hún beiti sér fyrir því að borgarafundur um samgöngumál verði haldinn.
Nú er hvíslað um að þarna sé máttleysi minnihlutans endanlega undirstrikað – þegar hann fer þess á leit við sjálfstæðismenn að þeir skipuleggi fyrir sig borgarafund. Í stað þess að ganga fram fyrir skjöldu – sína afl sitt í verki og skipuleggja slíkan fund sjálf. Með því hefði flokkurinn getað fengið þá aðila sem þau telja best til þess fallna að fjalla um þetta mikilvæga mál og í leiðinni markað sér betri stöðu í annars döpru stjórnmálaumhverfi eyjanna.
Það verður spennandi að sjá hvern þau fá til að skipuleggja næstu kosningabaráttu fyrir sig!
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst