Sameinum frekar en að sundra

Eyjamenn lesa æ oftar um að sameina frekar en sundra. Bæjarstjórinn endar marga sína pistla á þessum orðum. Aðalega í kringum samgöngu-umræðuna. En hvers vegna?

Er það vegna þess að stór hluti bæjarbúa er honum ekki sammála? Getur ekki verið að flestum þyki ákvarðanirnar ekki réttar á þessu sviði?  Að fólk kvíði því að fá þessa ,,samgöngubót“ sem felst í nýrri ferju? Kvíði því að þurfa að sigla í fleiri mánuði uppí Þorlákshöfn í vetrarveðrum með rúmlega 30 kojur efst í skipinu?

Bæjarstjórinn fær menn ekki til að sameinast um eitthvað sem fólk hefur ekki trú á. En hvers vegna hefur fólk ekki trú á verkefninu?

Það er vegna þess að lítið hefur staðist af því sem gert hefur verið og ekki hefur verið hlustað á þá sem nota höfnina, þ.e skipstjórnarmenn.

Ekki einu sinni hefur staðist það sem sagt var á kynningu á nýrri ferju. Fyrst var borið á borð fyrir okkur að frátafir yrðu 5 dagar á ári. Svo var kynnt að frátafirnar yrðu 10 heilir dagar og 30 dagar sem hægt yrði að sigla hluta úr degi í Landeyjar. Svo skyndilega breyttust 10 dagarnir í 10%, því var lætt svona inn í von um að enginn tæki eftir því. Nú eru menn farnir að viðurkenna að þetta verði frátafir í nokkra mánuði á ári.

Er nema von að menn sameinist ekki – þegar þetta eru vinnubrögðin? Bæjarstjóra væri nær að hlusta á reynsluboltana í sínu nærumhverfi og leggjast á árar með þeim. Þeir tala allir um að vandamálið sé aðkoman að Landeyjahöfn. Straumurinn þar, sem minnkar sennilega ekki með að fá nýja ferju. Vissulega getur hún eitthvað meira – en á móti kemur versnar staðan þegar siglt er í Þorlákshöfn.

Nei, það hefur verið mælt* að 87% bæjarbúa sem bæjarstjóri vinnur fyrir, var sammála því að láta fyrst gera lagfæringar á Landeyjahöfn, svo að smíða ferju.

Er nema von að bæjarstjóri endi pistla sína á að sameina frekar en sundra?

 

Tryggvi Már Sæmundsson

*Úr skoðanakönnun MMR fyrir ET miðla sem gerð var í febrúar 2016. Hringt var í 874 Íslendinga 18 ára og eldri með skráð lögheimili í Vestmannaeyjum. Fjöldi svarenda 515 einstaklingar.

 

Nýjustu fréttir

Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Hlutafjáraukning Eyjaganga langt komin
Áframhaldandi hvassviðri út vikuna  
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.