Mikilvægar sveitarstjórnarkosningar að vori
11. febrúar, 2018

Þá má eiginlega segja að N 1 kosningaslagurinn sé í uppsiglingu svo tíðar hafa kosningar til Alþingis verið á síðustu árum. Þjóðin komin með kosningaleiða sem mikilvægt er að hún hristi af sér. Sveitarstjórnarkosningar eru á fjögurra ára fresti sama á hverju gengur.

Gangi samstarf ekki upp á milli samstarfsflokka í sveitarstjórnum hvílir sú ábyrgð á sveitarstjórnarmönnum að mynda meirihluta innan kjörtímabilsins. Það er athugandi að þingheimur byggi við þau skilyrði að flokkar geti ekki hlaupist frá ábyrgð og verkum eins og við höfum upplifað. Þjóðin sýndi Bjartri framtíð rauða spjaldið fyrir slíka framkomu sem ætti að vera öðrum til áminningar um að hlaupast ekki undan ábyrgð.

 

Þjónar fólksins       

Ég hef átt í góðu samstarfi við fjölmarga sveitarstjórnarmenn í Suðurkjördæmi. Við erum heppin hvað gott fólk hefur valist í sveitarstjórnir í kjördæminu og mín skoðun er sú að þar séu allir að gera sitt besta. Eðlilega greinir fólki á um leiðir og við sjáum hlutina hvert og eitt með okkar pólitísku gleraugum. Samstarf alþingis- og sveitarstjórnarmanna þarf að vera gott og við getum öll gert betur í því annars góða samstarfi. Við höfum þá sömu skyldu að þjóna fólkinu í landinu og sveitarfélögunum sem er annað mikilvægasta stjórnsýslustig landsins. Klárlega hefur hallað á sveitarfélögin í samskiptum við ríkisvaldið á umliðnum árum. Yfirfærsla grunnskólans á símum tíma varð sveitarfélögunum dýrari en upphaflega var ráð fyrir gert og þar þarf ríkið að gera betur. Skólastarfið er orðið umfangsmeira og kostnaðarsamara og við það bætist kennaraskortur og álag á kennara hefur aukist með fjölmenningarsamfélagi, skóla án aðgreiningar og að mér finnst á kennurum, fleiri vandamálum tengdum framkomu nemenda. Klárlega verður að bæta starfsumhverfi og kjör kennara til að alvarlegur flótti verði ekki úr stétt kennara.  Það sama má segja um yfirfærslu á málefnum fatlaðra sem var mun þyngri baggi en fyrir var séð og biðlistar fleiri og lengri en fram kom við yfirfærsluna. Þá eru auknar kröfur settar á herðar sveitarfélögunum og með upptöku NPA þjónustu fyrir fatlaða sem er tækifæri til nýs lífs fyrir marga, en því fylgir mikill kostnaður. Þar hafa sveitarfélögin gert kröfu um aukna þátttöku ríkissjóðs eða úr 25% í 30%.

 

Vegakerfið og almenningssamgöngur

Samgöngur á landsbyggðinni er einn mikilvægasti þátturinn í samstarfi sveitarstjórnarmanna og alþingismanna. Ég þarf ekki í þessari grein að fara yfir hvar skóinn kreppir að á því sviði. Það liggur fyrir og sveitarstjórnarmenn verið duglegir við að minna okkur þingmenn á vegamálin, hver á sínum stað og fá til þess gott tækifæri í kjördæmavikunni sem hefst 12. febrúar. Fólkið kallar eftir endurbótum og uppbyggingu vegakerfisins í kjördæminu þar sem nær 2 milljónir ferðamanna sem koma til landsins ferðast um og hvert fjöldametið í umferð bíla er sett mánuð eftir mánuð og nú árum saman. Vegakerfið er komið að fótum fram og afar mikilvægt að við þingmenn stöndum vörð um þessa mikilvægu hagsmuni íbúa víðast í Suðurkjördæmi, sem eru líka hagsmunir og öryggismál þeirra sem ferðast um vegina. Almenningssamgöngur þarf að styrkja um allt land. Eftir að sveitarfélögin tóku almenningssamgöngur yfir hefur kostnaður sveitarfélaganna aukist og svo komið að mörg samtök sveitarfélaga að sligast undan kostnaði og sum hyggjast skila inn áætlunarleiðum sínum. Ég er og verð þeirrar skoðunar að styrkja eigi almenningssamgöngur og þær leiðir í kerfi þeirra standa undir kostnaði verði ekki gerðar að samkeppnisleiðum og sveitarfélögin sitji uppi aðeins með þær leiðir sem ekki skila hagnaði.

 

Spegill samfélagsins

Það er því krefjandi og erfitt umhverfi sem sveitarstjórnarmönnum er búið á Íslandi. Nálægðin við kjósendur og návígið þegar hagsmunir sveitarfélagsins og íbúanna skarast er álagið oft mikið. Því fylgir líka mikil ábyrgð að halda um fjármál sveitarfélagsins, bera ábyrgð í skipulagsmálum sem oft geta verið afar þungur málaflokkur eins og félagsmálin sem reyna á þolrif þeirra sem þar eru í forystu. Það er því mikilvægt að reyndur og fjölbreyttur hópur íbúa í hverju sveitarfélagi setjist í stjórn þess svo sveitarstjórnin spegli sem best samfélagið. Til þess að svo verði þarf að bæta kjör og aðstæður þeirra sem gefa kost á sér til ábyrgðarstarfa í sveitarfélögunum. Því miður líta margir svo á að sveitarstjórnarmenn eigi að vinna hálfgerða þegnskylduvinnu í samfélaginu. Þeir eigi að taka mikla ábyrgð, leggja mikið á sig en fá lítið greitt fyrir. Nú er svo komið víða að reynslufólk fæst ekki til að taka átt í sveitarstjórnum vegna álags og lélegar kjara og aðstæðna. Launin fyrir neðan allar hellur og fólk fær lítinn tíma til undirbúnings að setja sig inn í flókin mál. Þessu verður að breyta. Ég heyri í mörgum sveitarstjórnarmönnum sem vinna sjálfstætt eða hjá einkaaðilum að þeir eru að leggja árar í bát. Vinnutap er tilfinnanlegt en tímafrekir fundir og ráðstefnur sem nauðsynlegt er að sækja til að fylgjast með málum er ekki greitt fyrir nema að hluta. Þessi staða þýðir að sveitarstjórnarmenn verða í ríkara mæli að treysta á embættismenn en verða síðan í lok dagsins að bera ábyrgð á verkum og ákvörðunum sem þeir hefðu sjálfir þurft meiri tíma til að undirbyggja ákvarðanir sínar á.

 

Mætum á kjörstað í vor

Ég hvet því okkur öll til að sýna sveitarstjórnarkosningum í vor tilhlýðilega virðingu og mæta á kjörstað þar sem hver greiðir atkvæði með sínu nefi. Þannig treystum við sveitarstjórnarstigið og stöndum hvert og eitt vörð um fulltrúum okkar í sveitarstjórninni. Bætum kjör þeirra og aðstöðu sem axla ábyrgð á sameiginlegum hagsmunum sveitarfélaganna og ef til vill eru fráfarandi sveitarstjórnir bestar til að leggja þá línu í  lok kjörtímabilsins. Þeir vita hvað þarf til að eðlileg laun komi fyrir mikla vinnu og ábyrgð sem hver og einn sveitarstjórnarmaður þarf að rísa undir.

 

Ásmundur Friðriksson alþingismaður.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
EF Forsida 11 Tbl 2025
11. tbl. 2025

NÝBURAR

Aaro Orrason Vähätalo
30. ágúst 2025
Drengur
Turku Finnland
Laura Vähätalo og Orri Arnórsson

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.