Aðalfundur Sjóve var haldinn í gær, 10. febrúar. Ég komst nú ekki á fundinn en það rifjaðist upp fyrir mér í dag lítil veiðisaga sem ég skrifaði í eitt af blöðum Sjóve fyrir nokkrum árum síðan.
Eitthvað hafði skolast til hjá mér í sambandi við nöfn og afla, svo til gamans, hér kemur sagan aftur og vonandi núna rétt.
Það var laugardaginn 18. okt. 2008 að haldið var innanfélagsmót Sjóve í Vestmannaeyjum. Ella Bogga, þáverandi formaður, hafði að sjálfsögðu falast eftir mér og mínum bát í mótið, en ég hafði óskað eftir því að fá að sleppa við þetta mót, enda þegar lofað mér í stærri og merkilegri atburð síðar þennan sama dag. Ég féllst þó á það að vera vara bátur ef eitthvað kæmi upp á og viti menn, hálf tíu um morguninn hringir Ella Bogga. Bátur á leiðinni í land með bilaða vél og um borð 3 veiðimenn með engan afla og mótið því ónýtt fyrir þeim, nema ef ég fengist til að fara.
Ég sagði við Ellu Boggu að í þetta skiptið yrði hún að fá leyfi frá konunni, sem og hún fékk, enda bæði ég og báturinn svo sem alltaf tilbúnir og við komumst af stað um 11 leytið.
Um borð voru Sigtryggur Þrastarson, Magnús Ríkharðsson og Hrafn Sævaldsson. Veðrið var gott, svona aðeins norðan kaldi. Ég byrjaði að keyra fyrir austur Elliðaey til að prófa þar í skjólinu, en varð ekkert var og frekar dauft hljóðið í öðrum skipstjórum. Ég ákvað því að prófa, þar sem lítill tími var eftir, að fara á lítinn harðann blett rétt vestan við Bjarnarey og fengum strax fallega fiska þar, sem skiluðu öllum umborð verðlaunum á lokahófinu, en Siddi fékk stærstu keilu mótsins á þessum bletti, Magnús stærsta lýrinn en Hrafn gerði best og fékk bæði stærstu löngu mótsins og stærsta þorskinn og þorskurinn reyndist vera stærsti fiskurinn sem veiddist á þessu móti.
Allt gekk sem sé upp hjá okkur þennan síðasta klukkutíma í þessu móti og vorum við fyrstir í löndun, enda lá mikið á.
En ég komst ekki á lokahófið um kvöldið, en fékk hins vegar stærstu verðlaunin í kirkjunni seinna þennan sama dag, þegar frúin kom mér gjörsamlega á óvart með því að segja já fyrir framan prestinn okkar. Þetta var nefnilega giftingardagurinn okkar.
Mörgum hefur reyndar fundist þetta skrýtið að fara á sjó á giftingardaginn, en fyrir mig þá gerir þetta daginn bara enn þá eftirminnilegri.
Vill að lokum svo minna á, að áætlað er að halda innanfélagsmót Sjóve þann 31. mars nk. en nánar upplýsingar um það mót og aðra dagskrárliði hjá félaginu á árinu er að finna inni á heimasíðu þess og á fésbókinni Sjóve Vestmannaeyjum.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.