Gíslína sýnir í Safnaðarheimilinu – Mitt á milli
4. júlí, 2019

Gíslína Dögg Bjarkadóttir, myndlistarkona tók stóra ákvörðun í vetur þegar hún ákvað að helga sig listinni eingöngu. 

Um leið sýndi Gíslína að hún er ekki kona einhöm því áður hafði hún breytt úr hefðbundna málverkinu yfir í grafík en viðfangsefnið er það sama, konan sem hefur verið áberandi í verkum hennar og myndir þar sem hún leikur sér með mynstur. Gíslína verður með sýningu á verkum sínum í Safnaðarheimilinu um Goslokahelgina og verður hún opnuð kl. 18.30.

Valin Bæjarlistamaður Vestmannaeyja árið 2014

Sex ára var Gíslína byrjuð að teikna, fór á myndlistar- og handíðabraut í Verkmenntaskólanum á Akureyri þaðan sem leiðin lá í Listaháskólann í textíl og fatahönnun. Eftir það bætti hún við sig kennsluréttindum í verklegum greinum fyrir grunn- og framhaldsskóla.

Hún hefur víða komið við í list sinni og síðast sýndi hún hér sumarið 2015. „Ég var valin Bæjarlistamaður Vestmannaeyja árið 2014 og með sýningunni í Safnaðarheimilinu 2015 var ég að kvitta fyrir það,“ segir Gíslína en sýningin er eftirminnileg með öllum sínum fallegu en karftmiklu konum.

Finnst grafíklistin vera á uppleið

Sýninguna í Safnaðarheimilinu kallar hún Mitt á milli og vísar ef til vill til þess að núna er Gíslína komin yfir í grafík auk þess að ætla að helga sig listinni eingöngu. „Ég hef verið í grafíkinni frá 2017 og vinn talsvert í  Reykjvík. Ég gekk í Íslenska grafíkfélagið sem er með æðislegt verkstæði í Listasafni Reykjavíkur sem ég hef aðgang að. Það er því miður búið að segja þeim upp en vonandi finnst annað hentugt húsnæði.“

Gíslína tekur vinnutarnir í Reykjavík þar sem hún sækir líka námskeið auk þess að kynnast listafólki, bæði innlendu og erlendu sem skipti svo miklu máli. „Mér finnst grafíklistin vera á uppleið og er mjög spennandi að taka þátt í því. Á verkstæðinu upplifir maður mismunandi strauma í listinni og það eru allir tilbúnir að segja manni til og leiðbeina. Þar myndast líka tengsl sem ég ætla að nýta mér í framtíðinni, bæði hér heima og erlendis. Ég vinn verkin með mismunandi tækni og í Eyjum hef ég t.d. nýtt mér Fablabstofuna hjá Frosta til að gera tréristur.“

Á sér draum um að koma sér upp vinnustofu í Eyjum

Í janúar ákvað Gíslína að hætta hefðbundinni vinnu og helga sig listinni eingöngu og horfir hún björtum augum fram á við. „Þetta er draumurinn og ég er bjartsýn. Fyrsta stóra skrefið er sýningin í Safnaðarheimilinu sem er að hluta til sölusýning. Sýninguna kalla ég Mitt á milli og þar verða 30 til 40 verk en það gæti breyst,“ segir Gíslína og skrefið er kannski ekki svo stórt þó hún hafi stigið yfir í grafíkina.

  „Það er alltaf konan sem er bakvið flest sem ég geri. Ég hef líkað skoðað verk Sigurðar Guðmundssonar, málara sem hannaði íslenska kvenbúningin. Í honum er mynstur sem ég leik mér með og geri að mínum,“ segir Gíslína sem á sér þann draum að koma sér upp vinnustofu í Eyjum.

„Ég er með ágætis aðstöðu heima en mig langar í sérstaka vinnustofu sem gæti verið aðdráttarafl fyrir aðra listamenn að nýta sér og dvelja hér um tíma. Fyrsta skrefið er grafíkpressa sem ég ætla að kaupa í haust.“

Óður til allra þeirra nafnlausu kvenna sem í raun sköpuðu söguna, listina og lífið

„Mörg verkin á sýningunni vísa til þeirra fjölmörgu kvenna, sem í gegnum aldirnar hafa unnið sín mikilvægu störf í hljóði – þetta er óður til allra þeirra nafnlausu kvenna sem í raun sköpuðu söguna, listina og lífið. Þessar konur tengdu lífskeðju kynslóðanna saman, lifðu sem nafnlausar hversdagshetjur og eru gleymdar flestu fólki í dag.“ segir Gíslína sem vonast til að sjá sem flesta á sýningunni í Safnaðarheimilinu sem hún opnar kl. 18.30 á fimmtudaginn.

 

Dagskrá Goslokahátíðar

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst