Þór, þyrla og Lóðsinn í útkall – uppfært

Landhelgisgæslan var kölluð út laust eftir klukkan 22 í kvöld eftir að leki kom að dráttarbátnum Gretti Sterka úti fyrir suðausturströnd Íslands. Frá þessu er greint á fréttavef Morgunblaðsins. Þar er haft eftir Jóni Þór Víglundssyni, upplýsingafulltrúa Landsbjargar að björgunarskipið Þór, þyrla Landhelgisgæslunnar og Lóðsinn úr Vestmannaeyjum komi öll að björgunaraðgerðum. Er ástandið á skipinu […]
Lena María í fyrsta sæti

Lena María Magnúsdóttir var í fyrsta sætið í upplestrarkeppninni Röddinni. Lokahátíð Raddarinnar var haldin í Safnaðarheimilinu við Dynskála á Hellu þann 30. apríl sl. Fram kemur á vef Vestmannaeyjabæjar að það hafi verið Grunnskólinn á Hellu sem hélt utan um undirbúning og framkvæmd lokakeppninnar í ár. Keppendurnir komu frá Grunnskóla Vestmannaeyja, Víkurskóla, Kirkjubæjarskóla, Hvolsskóla, Grunnskólanum […]
Rustan verður forstöðumaður fiskeldis

Búið er að ráða í starf forstöðumanns fiskeldis hjá Laxey. Fram kemur á vefsvæði fiskeldis-fyrirtækisins að Rustan Lindquist hafi verið ráðinn í stöðuna. „Rustan mun hefja störf 1. september en mun þangað til verða í ráðgjafar hlutverki varðandi tæknilega hönnun og áætlanir. Þekking og reynsla sem Rustan hefur á sviði fiskeldis mun hjálpa Laxey mikið […]
Pítsugerðin opnar á ný

Veitingastaðurinn Pítsugerðin við Bárustíg hefur opnað aftur eftir vetrarlokun. Pítsugerðin er eini staðurinn í Eyjum sem býður uppá eldbakaðar pítsur. Í tilkynningu segir að opnunartíminn verði fimmtudaga 17:00-21:00 og föstudaga og laugardaga frá klukkan 11:30 – 21:00 til þess að byrja með en breytist svo í opnun alla daga í júní. Pítsugerðin fékk andlistlyftingu fyrir […]
Puffin Run hlaupið í sjöunda sinn

The Puffin Run verður haldið í sjöunda sinn á morgun. Skráðir keppendur er 1.370 sem er metþátttaka. Búist er við að yfir 2.000 manns komi til Vestmannaeyja um helgina vegna viðburðarins. Meðal þeirra eru margir af bestu hlaupurum landsins ásamt 200 erlendum keppendum. Tugir þeirra eru að koma til landsins eingöngu til að taka þátt […]
Viljayfirlýsing um nýja tækni ölduvirkjana

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri og Eyvar Örn Geirsson, framkvæmdastjóri Haf-Afls undirrituðu í lok síðasta mánaðar viljayfirlýsingu fyrir hönd Vestmannaeyjabæjar og Haf-Afls sem lýtur að því að kanna forsendur og hagkvæmni fyrir uppsetningu ölduvirkjana við Vestmannaeyjar. Í frétt á vef Vestmannaeyjabæjar segir að um sé að ræða nýja tækni þar sem tilgangurinn er að tryggja samfélögum raforkuöryggi […]
Ein athugasemd barst

Breytt deiliskipulag við Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja var tekið fyrir á fundi umhverfis- og skipulagsráðs nú í vikunni. Á fundinum var lögð fram til samþykkis – að lokinni auglýsingu – tillaga að breyttu deiliskipulagi Íþróttamiðstöðvar Vestmannaeyja þar sem gert er ráð fyrir nýjum byggingarreit fyrir búningsklefa norðan við íþróttasal. Ein athugasemd barst vegna málsins frá Haraldi Pálssyni, […]
Einstakir tónleikar til styrktar Grindvíkingum í kvöld

Bjarni Ólafur tónleikarahaldari er Eyjamaðurinn: Tónleikarnir Aftur Heim verða haldnir í kvöld, föstudagskvöldið 3. maí í Höllinni. Tónleikarnir eru haldnir til styrktar Grindvíkingum en söfnunin er unnin í samráði við Grindavíkurbæ. Allir listamenn og aðstandendur gefa vinnu sína og því rennur miðaverð óskipt í söfnunina. Það er einvala lið tónlistarmanna sem kemur fram, má þar […]
Hafa undirritað viljayfirlýsingu um neysluvatnslögn

Tjón á neysluvatnslögn var til umræðu á fundi bæjarráðs í vikunni. Fram kom að Vestmannaeyjabær og HS Veitur hafa undirritað viljayfirlýsingu um úrlausn ágreinings sem verið hefur upp um um ýmis atriði er varða viðgerðir og endurnýjun á vatnslögn til Vestmannaeyjabæjar ásamt undirbúningi að mögulegri innlausn Vestmannaeyjabæjar á vatnsveitu í Vestmannaeyjum. Vestmannaeyjabær þar að skipa […]
Vorhátíð Landakirkju

Árleg uppskeruhátíð barna- og æskulýðsstarfs kirkjunnar, Vorhátíð Landakirkju fer fram á sunnudagsmorgun 5. maí nk. kl. 11:00. Um er að ræða fjölskyldumessu þar sem tónlistin veður fyrirferðamikil í bland við það fjör sem einkennir sunnudagaskólann. Að lokinni messunni verður boðið upp á grillaðar pylsur og prins, segir í frétt á vef Landakirkju. (meira…)