Miðjumaðurinn, Hlíf Hauksdóttir hefur verið lánuð í ÍBV frá Val, fótbolti.net greindi frá þessu. ÍBV er í 5. sæti Pepsi-deildar kvenna með fjórtán stig að loknum tólf umferðum.
Hlíf hefur ekkert spilað með Val í sumar en hún lék 12 leiki með Val í fyrrasumar. Hún lék síðast með ÍBV sumarið 2013 áður en hún gekk í raðir Vals.
Þá lék hún fjögur og hálft tímabil í Eyjum en hún á alls 124 meistaraflokksleiki á bakinu og hefur skorað 30 mörk.
Hlíf er orðin lögleg með Eyjaliðinu og gæti spilað sinn fyrsta leik í næstu viku þegar Breiðablik kemur í heimsókn til Vestmannaeyjar.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst