Sögusetrið 1627 í Einarsstofu í dag
21. júlí, 2024
Gangan hófst við Landakirkju og lauk á Skansinum eftir viðkomu á Stakkó.

Liðlega 40 mættu í göngu Sögusetursins 1627 í gær sem var upphitun fyrir dagskrá í Einarsstofu í dag kl. 13.00. Komið var saman við Landakirkju og nokkrir þættir úr sögu hennar ræddir. Gengið að Stakkagerðistúni að minnisvarða um Guðríði Símonardóttur. Þá var gengið á Skansinn þar sem  rætt var um ýmsa sögulega þætti Tyrkjaránsins. Boðið upp á kaffi og svaladrykki. Göngustjóri var Ragnar Óskarsson. Óskar Pétur tók meðfylgjandi myndir.

Í dag – Kl. 13.00 Dagskrá í anddyri Safnahúss. 1 ½ klst.)

  1. Örstutt kynning á dagskrá Sögusetursins að Krossi í Austur- Landeyjum hinn 8. júní sl.
  2. Helga Hallbergsdóttir fjallar um Ástu Þorsteinsdóttur prestsfrú og séra Ólaf Egilsson á Ofanleiti og sögu þeirra í Tyrkjaráninu.
  3. Kári Bjarnason segir frá séra Jóni Þorsteinssyni píslarvotti á Kirkjubæ og kveðskap hans.
  4. Helga Jónsdóttir og Arnór Hermannsson flytja tónlist sína við nokkur ljóð séra Jóns.
  5. Kaffi, kleinur og spjall. 

Öll velkomin.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.