„Við þurfum góða vegi en líka öfluga fjölmiðla“
25. júlí, 2024
Forsíða Austurgluggans - „Nálægðin gerir það að verkum að maður verður að vanda sig. Maður verður að ávinna sér traust og trúnað.“ Mynd: Óskar Pétur Friðriksson

Viðtal við Ómar, ritstjóra Eyjafrétta í Austurglugganum fimmtudaginn 18. júlí.

Ómar Garðarsson fór út á vinnumarkaðinn í Seyðisfirði síldaráranna. Eftir að síldin brást festi hann rætur í Vestmannaeyjum þar sem hann hefur síðan ílengst. Hlutirnir þróuðust þannig að hann varð ritstjóri staðarmiðilsins Eyjafrétta. Austurglugginn hitti Ómar og ræddi við hann um starf héraðsfréttablaðamannsins, minningar af síldarplönunum og endurkomunni til Eyja eftir eldgosið.

„Þegar ég var að alast upp bjuggu um 800 manns á Seyðisfirði. Hann skiptist í þrjá hluta: Búðareyri, Ölduna og Miðbæinn. Það var rígur á milli og slegist uppi í Botnum. Ég bjó á Búðareyrinni og þaðan var um kílómetra langur gangur í skólann. Sá ysti byrjaði einn að ganga og svo bættust alltaf fleiri við.

Ég man eftir miklu frelsi á Seyðisfirði. Við fengum að vera uppi í fjöllum og niður á bryggjum eða úti á sjó. Þarna voru samt konur í nágrenninu sem fylgdust með okkur og gripu inn í ef við vorum að gera einhverjar gloríur.

Við Sveinn Hannesson vorum í rauðmagaútgerð um það bil tíu ára gamlir. Netin voru lögð undir Háubökkkum þannig við urðum að róa yfir fjörðinn til að vitja þeirra. Skipakosturinn var skekta sem afi átti.“

Ómar er sonur hjónanna Garðars Eymundssonar, byggingameistara og Karólínu Þorsteinsdóttur, kaupmanns. Börnin voru fimm, Ingimundur Bergmann var sonur Garðars, síðan komu Ómar, Sævar og loks þær Gréta og Júlíana Björk. Ómar rifjar upp fæðingu Grétu 1962 um það leyti sem Kúbudeilan stóð hæst og heimurinn á barmi kjarnorkustyrjaldar. „Þá var ég hjá Bellu frænku á Norðfirði, til að létta undir mömmu. Ég fylgdist með fréttum og var skíthræddur um að enginn yrði morgundagurinn. Það sem fór þó verst í mig var að þurfa að drepast á Norðfirði. Annars á ég bara góðar minningar frá þessu hausti.“

Mannlegur suðupottur síldaráranna

„Síðan komu síldarárin, þá fullorðnaðist maður fljótt. Ég fór að vinna fermingarárið mitt 1963 í byggingavinnu hjá pabba, sem var harður húsbóndi. Sextán ára var ég farinn að standa átta tíma vaktir í síldarbræðslunni, SR, allt sumarið. Ég var pallformaður og á pallinum þurfti maður að taka 50 kg poka af stút og vippa upp á bretti. Það voru kannski ekki kraftarnir sem skiptu máli heldur lagni við að ná sveiflunni með pokana. Þetta var þrælapúl og það kom fyrir að mamma leyfði mér að sofa þannig ég fékk af og til hvíld.“

Í suðvestanátt var blíða inni á firði en bræla fyrir utan. Þá voru kannski 150-200 bátar og kannski 10-12 í hverri áhöfn. Síðan dreif að fólk úr öllum áttum til að vinna í bræðslunni og á síldarplönunum. Það voru allir á húrrandi fylleríi. Það var reynt að loka ríkinu á svona dögum en það auðveldaði ekkert.

Í minningunni logaði allt í slagsmálum. Okkur var kennt að Norðmennirnir væru í lagi, Danirnir fínir þótt þyrfti að hafa varann á sér gagnvart þeim, Svíarnir varasamir og Finnarnir stórhættulegir því þeir væru með hnífa. Það voru sögur um að Finnarnir hefðu verið drepnir í slagsmálum, einum átti að hafa verið hent út í fjörðinn og annar grafinn í kolabingnum. Þetta voru bara skröksögur.

Þegar fangaklefarnir fylltust keyrði lögreglan með menn út fyrir þorpið og skildi þá eftir. Síðan rann af þeim meðan þeir löbbuðu til baka. Nema að í eitt skiptið kom stórhríð og þá þurfti að fara að leita að mönnunum!

Þetta var mannlegur suðurpottur og í flestum tilfellum gekk þetta vel.“

„Síðan komu síldarárin, þá fullorðnaðist maður fljótt.“ Mynd: Óskar Pétur Friðriksson

 

Leiddist að pækla síldina

En síðan hvarf síldin og þá breyttist samfélagið á Seyðisfirði. „Svo hvarf síldin og síðasta sumarið mitt í bræðslunni fékkst eiginlega ekkert. Ef ekki hefði verið fyrir framtak þeirra Jóns Pálssonar, skipstjóra á Gullveri og Ólafs Ólafssonar, útgerðarmanns, þá hefði Seyðisfjörður mögulega lognast út af. Fleiri komu að þessu átaki, meðal annars pabbi minn sem smiður.

Það var hins vegar ekkert fyrir mig að gera hjá honum þannig ég fór að pækla síld, sem er eitthvert það leiðinlegasta djobb sem ég unnið. Ég hafði aldrei hugsað til þess að fara á sjó en þegar ég stóð við eina tunnuna og sá Gullver koma inn hugsaði ég með mér að það hlyti að vera skárra að vera á honum í Norðursjónum en að pækla síld. Ég talaði við þá og fékk pláss.“

Um veturinn fór Ómar á vertíð í Vestmannaeyjum þar sem hann kynntist eiginkonu sinni, Þórsteinu Grétarsdóttur. Hún á rætur austur á firði. Afi hennar var Páll Sigurgeir Jónasson, skipstjóri og útgerðarmaður frá Brekku á Eskifirði.  Páll fórst með Glitfaxa, flugvél Flugfélags Íslands sem hrapaði í Faxaflóa árið 1951.

Fluttu til baka eftir gos

Ómar og Þórsteina, sem eiga fjögur börn þau: Grétar, Berglindi, Karólínu og Vigdísi Láru, hafa búið í Vestmannaeyjum síðan, utan þess sem þau voru á Seyðisfirði frá 1971-1973. „Til að hún gæti kynnst mínum félögum og skilið af hverju ég er eins og ég er,“ segir Ómar glettinn. Þau voru hins vegar alltaf ákveðin í að snúa aftur til Eyja.

Það gerðu þau í nóvember árið 1973. Fyrr það ár, frá janúar fram í júlí, var eldgos í Eyjum sem kaffærði þriðjung byggðarinnar undir hrauni og vikri. „Það var allt svart hérna og krökkunum bara hent út í vikurinn til að leika sér meðan maður djöflaðist sjálfur. Ég veit ekki hvort fólk myndi gera þetta í dag en þarna var maður um tvítugt og ekki mikið að hugsa hlutina, svona var þetta.“

Ómar og Þórsteina voru því örugg á Seyðisfirði á meðan á gosi stóð. Ómar kom þó fljótlega til að taka þátt í björgun verðmæta. „Skipsáhafnir voru búnar að bjarga miklum verðmætum en síðan bættust fleiri við til að aðstoða við flutning á búslóðum og öðru. Menn lögðu sig í hættu við að fara inn í kjallara vegna gass úr gosinu. Það var áhersla á að bjarga dýrum búnaði en eftir á gerði fólk sér grein fyrir að það hefði verið betra að bjarga persónulegum munum á borð við myndaalbúmum.“

Ómar segir að þessi ferð hafi á vissan hátt búið hann undir það sem tók á móti honum við flutningana. Þórsteina kom hins vegar ekki til Eyja fyrr um það leyti sem því lauk í byrjun júlí. „Fjögurra ára sonur okkar sagði að hún hefði farið til að slökkva í því.“

Litið á Vestmannaeyinga sem sníkjudýr

Ómar segir gosið hafa haft gríðarleg áhrif á samfélagið í Vestmannaeyjum. „Fyrir gos var uppsveifla. Síðan horfði fólk upp á æskustöðvar sínar og umhverfi hverfa. Mörgum leið ekki vel veturinn 1973-1974 eða næstu 2-3 ár þar á eftir. Karl Sigurbjörnsson (síðar biskup) var þá prestur hér og hann lýsti því í viðtali við okkur hjá Eyjafréttum að angistin hefði nánast verið áþreifanleg.

Það er ekki fyrr en allra síðustu ár sem fólk er farið að opna á að tala um þetta. Ég þekki fólk hér sem hefur aldrei farið út á hraunið eða safnið Eldheima. Aðrir hafa farið á safnið en brotnað saman þar. Þeir komu helst aftur sem gátu gengið inn í hús sín – þótt þau væru í misjöfnu ástandi. Við leigðum hús um veturinn en um vorið fluttum við í íbúð sem við keyptum. Hún hafði ekki farið illa. Sumir fóru að byggja, aðrir lagfærðu húsin sín. Sum höfðu grafist undir sjóðheitum vikri. Veggirnir voru heilir en allt soðið innan í húsunum.

Eitt sem er aldrei rætt um er eineltið á fastalandinu, það var litið á Vestmannaeyinga sem sníkjudýr sem fengu allt upp í hendurnar. Það var ekki rétt. Þjóðin stóð saman að því að borga tjónið með stofnun Viðlagasjóðs og sérstökum skatti. Norðurlandaþjóðirnar lögðu líka rausnarlega til uppbyggingarinnar. En sveitarfélagið og íbúarnir urðu líka að taka mikið á sig, meðal annars því þetta voru snúin ár í landspólitíkinni. Gosið og allt sem fylgdi átti sinn þátt í því. Síðan var þetta seiglan, sem birtist í uppbyggingunni eftir gos.

Ég vil meina að það hafi orðið kaflaskil árið 1998, þá loks var bærinn búinn að ná sér nokkuð vel á strik. Þetta voru samt áfram erfið ár í sjávarvegi. Upp úr 2000 fara hjólin að snúast fyrir alvöru.“

Blaðamennskan átti ekki samleið með pólitíkinni

Ómar starfaði sem kokkur lengst af meðan hann var á sjó. Hann var líka lögregluþjónn í Eyjum í sex ár en hafði verið á Vestmannaey í nokkur ár þegar blaðamennskan kom upp í hendurnar á honum.

„Þetta var trúlega í mars 1986. Ég átti fund með Magnúsi Kristinssyni, útgerðarmanni. Vestmannaey var á leið til Reykjavíkur og þá var tækifærið nýtt til að kaupa kost í heildsölu. Nema ég svaf yfir mig og misstu af fundinum um morguninn. Þegar ég mætti var umræðan farin að snúast um pólitík sem endaði með að ég var dobblaður til að taka þátt i prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. Ég náði þokkalegum árangri og þá vantaði mig eitthvað að gera meðfram bæjarstjórnarstörfunum. Þá bauðst mér blaðamannsstarfið.“

Ómar var varabæjarfulltrúi í fjögur ár en segir að þeim tíma liðnum hafi aðilar verið farnir að hafa horn í síðu hans. „Ég fann líka að póltík og blaðamennska ættu ekki samleið og hef haldið mig við það síðan. Ég held að einhver mesta hrós sem ég hafi fengið sé frá vini mínum, miklum vinstri manni, sem sagði við mig: „Við vissum alltaf hvar við höfðum þig Ómar – en við treystum þér.“

Ómar hefur þrisvar sinnum byrjað sem ritstjóri og hætt tvisvar.

 

Heiðarleiki og vandvirkni

Ómar varð síðan ritstjóri Eyjafrétta frá 1992 til 2012. Hann lét þá af ritstjórastarfinu en hélt áfram sem blaðamaður. Hann varð aftur ritstjóri 2014 til 2017 en hætti þá ætlaði á eftirlaun. Hann hélt samt áfram að skrifa og tók aftur við ritstjóratitlinum fyrir tveimur árum.

„Ég vissi ekkert hvað ég ætti að gera af mér. Það kom upp í mér gamall kokkur, fyrst fór ég að elda, svo að baka miklu meira brauð en nokkur gat étið. Mér fannst þetta hræðilega leiðinlegt og konunni líka. Ég fór því að leita mér að einhverju að gera, kom að nokkrum blöðum og svo þegar ég var beðinn um að taka við þessu fyrir tveimur árum rann mér blóðið til skyldunnar,“ segir Ómar sem lýsir vakt héraðsfréttablaðamanns þannig að henni ljúki 31. desember á hvert og hefjist aftur 1. janúar. „Ég segi stundum að ég sé heppinn að búa með konu sem leyfir mér þetta.“

Ómar hefur kynnst því að það getur verið krefjandi að starfa á miðli í litlu samfélagi, sérstaklega þegar illa gengur eins og á árunum frá 1992 fram að 2000. „Við týndum til allt jákvæða efnið, en svo þurfti að segja frá hinu líka. Fyrirtæki fóru hér á hausinn og þetta voru erfiðir tímar og á ýmsu gekk. Ég sagði stundum að ef helmingur bæjarstjórnarinnar segði ekki upp blaðinu þá væri maður ekki að standa sig. Það kom fyrir oftar en einu sinni. Ég tók það ekki nærri mér.

Nálægðin gerir það að verkum að maður verður að vanda sig. Maður verður að ávinna sér traust og trúnað. Það er aldrei hægt að ætlast til þess að allir séu sáttir við það sem við gerum en það er mikilvægt að geta sagt að maður hafi gert eins vel og maður gat. Maður verður að vera heiðarlegur. Í stærri og erfiðari málum hef ég alltaf átt trúnaðarvini sem ég hef getað leitað til. Í eitt skiptið bjargaði til dæmis góð vinkona mín mér frá því að gera stærstu mistök sem ég hefði getað gert á ferlinum.

Erfiðast var þegar einstaklingar lentu í vandræðum. Ég gat fundið það inn að beini. Eftirminnilegasta fréttamálið er frá haustinu 2000. Sigurður Einarsson, forstjóri Ísfélagsins féll frá og frystihús félagsins brann í desember. Á þessum tíma var sjávarútvegurinn enn í vandræðum. Þetta skildi eftir sig stórt sár í samfélaginu og sem blaðamaður dróst maður inn í þessa hringiðju örvæntingar. Ég er þannig gerður að ég tók þetta mikið inn á mig. Upp úr áramótum var ég kominn í keng með vöðvabólgu. Ég keyrði mig áfram á íbúfeni þar til í byrjun febrúar að ég var kominn á spítala með blæðandi magasár.“

Ástríðan fyrir starfinu

Eyjafréttir koma enn út reglulega á prenti og alla daga á vefformi. Nýverið sameinuðust þær fréttavefnum Eyjum.net. Saman héldu miðlarnir upp á 60 ára afmæli sitt, Eyjafréttir 50 ára og Eyjar.net 10 ára.

Ómar hefur upplifað ýmsa tíma í útgáfunni. Í rúmt ár gáfu Eyjafréttir út tvö blöð á viku, ráku sjónvarpsstöð og gerðu sjónvarpsþætti. Undanfarin 15 ár hefur fjarað undan, áskrifendum fækkað og auglýsendur fært sig á miðla á borð við Facebook og Google.

„Ég lít ekki á mig sem mann framtíðarinnar en ég hef notið þess að vinna með ungu fólki sem er með puttann á púlsinum í þróuninni. Það er margt áhugavert í boði. Erlendu fjölmiðlarnir eru meira og minna orðnir áskriftarmiðlar. Hérlendis hafa Heimildin, Dagmál Morgunblaðsins og Skessuhorn fetað þá slóð. Síðan er það gervigreindin, sem ég held að sé hægt að nota af skynsemi. Það eru komnar nýjar leiðir í miðlun sem kosta ekki mikið, eins og til dæmis Samstöðin hefur sýnt. Ég vona að við njótum velvilja stjórnvalda þannig að við fáum tækifæri til að vaxa og dafna og þjóna því hlutverki sem við gegnum.

Ég segi að blaðamennska sé mikilvæg – en vegavinna líka. Við viljum hafa góða vegi en líka öfluga fjölmiðla. Varðandi mikilvægi héraðsfréttamiðla getum við litið til bæjarhátíða eins og Goslokahátíðarinnar hér í Vestmannaeyjum. Stóru miðlarnir velja sér hátíðir en þetta er okkar hátíð. Ef vel tekst til þá getum við sagt frá því og það verður hvetjandi til að halda úti svona viðburðum. Síðan vill fólk fá að vita hvað er að gerast hér við sjávarsíðuna, í menningunni og skólamálum. Við erum til dæmis með verkefnið, Kveikjum neistann í Grunnskólanum sem skilaði því að 91% drengja og stúlkna í þriðja bekk geta lesið sér til gagns. Svo er það alltaf pólitíkin.

Fyrst og fremst er það ástríðan sem hefur haldið mér í starfinu. Það er líka gaman að hafa tækifæri á mínum aldri að umgangast ungt fólk. Það er gaman þegar tvítug manneskja heilsar manni úti á götu. Þannig er samfélagið hér í Vestmannaeyjum.“

Texti – Gunnar Gunnarsson, ritstjóri Austurgluggans og Austurfrétta.

Lilja Dögg ráðherra og Gunnar voru meðal fyrirlesara á málstofu um málefni héraðsfréttamiðla sem Eyjafréttir stóðu fyrir.

 

 

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida EF 3 Tbl 25
3. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Vsv Logo Blue Vsv
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur Vinnslustöðvarinnar
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst