Á hádegi í dag, 28. apríl, hófst atkvæðagreiðsla um verkfallsaðgerðir BSRB félaga í Hafnafirði, Reykjanesbæ, Ölfus, Árborg, Hveragerði og Vestmannaeyjum, vegna kjaradeilu aðildarfélaga BSRB við Samband íslenskra sveitarfélaga. Kosningu lýkur á hádegi á fimmtudag 4. maí og verða niðurstöður kynntar í kjölfarið.
Þetta kemur fram á heimasíðu BSRB
Verði verkfallsboðun samþykkt mun starfsfólk leikskóla, grunnskóla, frístundaheimila, mötuneyta og hafna leggja niður störf í 10 sveitarfélögum, en misjafnt er eftir sveitarfélögum hvaða stofnanir eru undir.
Um hvað snýst málið?
Kjaradeilan snýr að sameiginlegri kröfu BSRB félaga um að starfsfólk sveitarfélaga, sem vinna m.a. á leikskólum, grunnskólum, sundlaugum, íþróttamiðstöðvum og þjónustu við fatlað fólk fái sömu laun fyrir sömu eða sambærileg störf innan sömu stofnunar eða sveitarfélags og aðrir hafa þegar fengið frá 1. janúar. Þar sem Samband íslenskra sveitarfélaga neitar að leiðrétta augljósa mismunun á launum starfsfólks, og fundir með ríkissáttasemjara hafa engu skilað, greiðir félagsfólk um þessar mundir atkvæði um verkfallsaðgerðir svo knýja megi viðsemjendur okkar til samninga.
Hvaða starfsfólk kemur til með að leggja niður störf?
Um 1500 félagsmenn 10 aðildarfélaga BSRB í leik- og grunnskólum, frístundarmiðstöðvum, skólaeldhúsum og höfnum koma til með að leggja niður störf:
Vestmannaeyjar: Leikskólar og Vestmannaeyjarhöfn og eru verkföll fyrirhuguð 22., 23., 24. 25. og 26. maí, 5,. 6., 7., 8., og 9. júní. Náist ekki að semja fyrir þann tíma er gert ráð fyrir stigmagnandi aðgerðum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst