Það er allt undir hjá Eyjakonum sem mæta Val í þriðja leiknum í úrslitum Íslandsmótsins í Eyjum í dag. Valur hefur unnið tvo leiki og á því möguleika á Íslandsmeistaratitlinum í dag nái þær að sigra.
Bæði lið eru án lykilmanna, Birna Berg hefur ekkert verið með ÍBV í einvíginu og Thea Imani hefur verið fjarra góðu gamni hjá Val.
Valskonur urðu síðast Íslandsmeistarar árið 2019 en ÍBV er deildar- og bikarmeistari og varð síðast Íslandsmeistari 2004. Takist ÍBV að sigra í dag, verður fjórði leikurinn á Hlíðarenda á þriðjudaginn kemur. Vinni ÍBV næstu tvo leiki, mætast þau í oddaleik í Eyjum eftir viku.
Sunna í leik á móti Haukum. Hún er ein lykilkvenna í liði ÍBV.
Mynd Sigfús Gunnar.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst