Á morgun, sunnudaginn 5. febrúar, stendur Safnahúsið fyrir dagskrá undir yfirskriftinni: Að verða besta útgáfan af sjálfum sér. Fjölmargir aðilar kynna þau tækifæri sem gefast í Vestmannaeyjum til heilsueflingar, allt frá yoga til CrossFit.
Þá bjóða Líonsfélagar upp á ókeypis blóðsykursmælingar og ráðleggingar frá hjúkrunarfræðingin. Á undan verða boðin upp á 5 hnitmiðuð erindi um heilsu og heilsurækt. Þau sem koma fram eru: Már Þórarinsson frá Greenfit, Elísa og Margrét Lára Viðarsdætur, Jóhanna Jóhannsdóttir, Tryggvi Hjaltason og Sigurjón Ernir Sturluson. Þá mun Guðný Bogadóttir segja frá afar spennandi verkefni til heilsueflingar sem Sjúkrahúsið er að fara af stað með.
Þau sem búa á fastalandinu eiga ekki tök á að komast vegna veðurs en munu flytja erindi sín í gegnum fjarfundabúnað. Það gildir um Eyjasysturnar Elísu og Margréti Láru sem flytja tvískipt erindi um heilbrigt mataræði. Hér er samantekt þeirra á því sem við megum eiga von á.
Hvað þýðir að eiga í heilbrigðu sambandi við mat? er eitthvað sem heitir fullkomið mataræði?
í fyrirlestrinum mun Elísa fara yfir leiðir til þess að auðvelda valið þegar kemur að mat og matvælum.
Hvernig get ég aukið líkurnar á því að næra mig betur og þar af leiðandi nýta matinn til þess að auka lífsgæði.
Í fyrirlestri Margrétar Láru fer hún yfir áhrif álags á taugakerfið og nokkrar gagnlegar aðferðir til þess að vinna gegn því.
Margrét Lára fer líka yfir mikilvægi hreyfingar og hvernig hreyfing getur minnkað álagseinkenni og dregið úr líkum á þunglyndis og kvíðaeinkennum.
Einnig fer hún stuttlega yfir nokkra þætti sem hægt er að vinna með til auka andlegan styrk þegar á móti blæs.
Mynd: Systurnar Elísa og Margrét Lára.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.