Að verða besta útgáfan af sjálfum sér
4. febrúar, 2023

Á morgun, sunnudaginn 5. febrúar, stendur Safnahúsið fyrir dagskrá undir yfirskriftinni: Að verða besta útgáfan af sjálfum sér. Fjölmargir aðilar kynna þau tækifæri sem gefast í Vestmannaeyjum til heilsueflingar, allt frá yoga til CrossFit.

Þá bjóða Líonsfélagar upp á ókeypis blóðsykursmælingar og ráðleggingar frá hjúkrunarfræðingin. Á undan verða boðin upp á 5  hnitmiðuð erindi um heilsu og heilsurækt. Þau sem koma fram eru: Már Þórarinsson frá Greenfit, Elísa og Margrét Lára Viðarsdætur, Jóhanna Jóhannsdóttir, Tryggvi Hjaltason og Sigurjón Ernir Sturluson. Þá mun Guðný Bogadóttir segja frá afar spennandi verkefni til heilsueflingar sem Sjúkrahúsið er að fara af stað með.

Þau sem búa á fastalandinu eiga ekki tök á að komast vegna veðurs en munu flytja erindi sín í gegnum fjarfundabúnað. Það gildir um Eyjasysturnar Elísu og Margréti Láru sem flytja tvískipt erindi um heilbrigt mataræði. Hér er samantekt þeirra á því sem við megum eiga von á.

Hvað þýðir að eiga í heilbrigðu sambandi við mat? er eitthvað sem heitir fullkomið mataræði?

í fyrirlestrinum mun Elísa fara yfir leiðir til þess að auðvelda valið þegar kemur að mat og matvælum.

Hvernig get ég aukið líkurnar á því að næra mig betur og þar af leiðandi nýta matinn til þess að auka lífsgæði.
Í fyrirlestri Margrétar Láru fer hún yfir áhrif álags á taugakerfið og nokkrar gagnlegar aðferðir til þess að vinna gegn því.

Margrét Lára fer líka yfir mikilvægi hreyfingar og hvernig hreyfing getur minnkað álagseinkenni og dregið úr líkum á þunglyndis og kvíðaeinkennum.

Einnig fer hún stuttlega yfir nokkra þætti sem hægt er að vinna með til auka andlegan styrk þegar á móti blæs.

Mynd: Systurnar Elísa og Margrét Lára.

 

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.