Stefnir á að koma sterkur til leiks á næsta tímabili

Gunnar Heiðar, sem gekk í raðir Hannover frá sænska liðinu Halmstad síðastliðið sumar, hefur verið sérlega óheppinn hvað meiðsli varðar en hann missti af nær öllum fyrri hluta tímabilsins vegna þeirra.

�?�?etta er allt að koma. �?g er búinn að vera í meðferð hjá lækni í Berlín sem hefur gefið góða raun og vonandi sér nú fyrir endann á þessu. �?g missi því miður af leiknum á móti Bayern München. �?að hefði verið frábært að fá að spila á móti Bæjurunum en ég verð að fá mig alveg góðan og geta sýnt hvað í mér býr í stað þess að vera nánast á öðrum fæti. Vonandi verð ég klár um miðjan mánuðinn þegar við mætum Stuttgart,�? sagði Gunnar Heiðar við Morgunblaðið í gær en hann hefur aðeins verið með í sjö leikjum liðsins af 27 í 1. deildinni á tímabilinu.

�?Maður hefur lært heilmikið á þessu fyrsta ári. �?etta er búinn að vera erfiður tími en ég reyni að taka þessu létt, brosa í gegnum þetta og koma sterkur til leiks á næsta tímabili.�?

Morgunblaðið greindi frá.

Nýjustu fréttir

Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Kveikjum neistann: Jákvæðar vísbendingar
Hvattning til Eyjamanna
Heilsuefling starfsfólks fær aukið vægi
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.