Hér má sjá myndasyrpu frá þriðja degi hátíðarinnar.
Fjöldi listasýninga voru formlega opnaðar, m.a. í Stafkirkju þar sem Rósanna Ingólfsdóttir var með sýningu sína undir yfirskriftinni „Metafor”.
Listakonan Halldóra Hermannsdóttir opnaði sýningu sína „Lífgrös” í Landlyst sem hýsir í dag læknaminjasafn og var fyrsta fæðingarheimili Íslands. Til sýnis voru myndir af lækningajurtum.
Þá opnuðu þau Hulda Hákon, Jón Óskar og hundurinn Heiða sýningu sína í Eldheimum við góðar undirtektir, og þau Júníus Meyvant og Sunna Einarsdóttir sýndu afrek sín í Craciouskró á Skipasandi.
Upplýsingaskilti um Flakkarann var afhjúpað á útsýnispallinum þar. Marinó Sigursteinsson lét gera skiltið og setja upp. Skiltið sýnir ferðalag Flakkarans frá 24. febrúar til 9. júní 1973 og hve langt það fór á tilteknum dögum.
Gísli Helgason fór yfir Eyjapistlana og flutti tónlist ásamt föruneyti í Eldheimum um kvöldið.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst