Harald Teitsson, formaður Félags hópferðaleyfishafa, telur merkingar við Herjólf vítaverðar og segir fjölda bifreiða hafa orðið fyrir tjóni þar síðustu ár.
Í samtali við mbl.is segir hann hann þrjú ár síðan hans félagsmenn hjá hinum ýmsu hópbifreiðafyrirtækjum voru að lenda í miklum vandræðum við landganginn hjá Herjólfi. Vörubifreið var ekið á landgöngubrú Herjólfs sl. þriðjudag þar sem miklar skemmdir urðu á brúnni. Harald segist hafa brugðið við fréttina.
Harald segir merkingarnar ábótavanar og bílstjóra oft eiga enga möguleika. Engin furða sé að þeir bílstjórar sem eru ókunnugir staðháttum keyri þar undir. „Þetta var svo illa merkt og svo hékk þarna stálstöng yfir og pínulítil merking á henni þar sem stóð 3,8 metrar. Óvanir bílstjórar keyrðu bara undir þetta.“
Aldrei neitt gert
Loftræstibúnaður á þaki hópbifreiða hjá ferðaþjónustufyrirtækinu Gray Line hefur tvisvar lent í slæmu tjóni. „Loftkælingarkerfið er á toppnum og það dúndrast í þetta og það eru bara fjórar-fimm milljónir í hvert skipti. Líklega hafa sex bílar lent í tjóni þarna, tjón upp á kannski tuttugu milljónir, og Herjólfur gerði aldrei neitt. Við töluðum við þá, Rúnar hjá Grayline líka og fleiri. Þá fengust þau svör að það ætti að skoða þetta eitthvað en svo var aldrei neitt gert“ rifjar Harald upp fyrir blaðamanni mbl.is.
Merkja þurfi kirfilega
„Í fyrsta lagi ætti að vera búið að loka fyrir akstur þarna undir eða að minnsta kosti merkja þetta kirfilega svo menn séu ekki að gera þessi mistök aftur og aftur, þetta eru svo dýr mistök.“
„Allir bílar eiga að fara þarna og það er merkt þannig en svo eiga trukkarnir að bíða í brekkunni en ekki fara sömu leið og aðrir bílar. Það er bara svo illa merkt að þeir fara sömu leið og sjá svo ekki merkinguna af því að hún er svo léleg. Við höfum bent á þetta og varað bílstjóra við þessu en ef þetta er nýr maður þá keyrir hann á þetta, það er bara svoleiðis“ segir Harald Teitsson að endingu.





















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.