Lúxustúrar, góður afli og rjómablíða
Ísfisktogararnir Vestmannaey VE og Bergur VE lönduðu báðir fullfermi í Vestmannaeyjum. Eyjafréttir/Eyjar.net: TMS

Vestmannaeyjatogararnir Bergur VE og Vestmannaey VE lönduðu báðir sl. miðvikudag. Bergur í Vestmannaeyjum en Vestmannaey í Grindavík.

Jón Valgeirsson, skipstjóri á Bergi, segir í samtali við vef Síldarvinnslunnar að tveir síðustu túrar skipsins hafi gengið afar vel.

„Við lönduðum karfa sl. laugardag og vorum með fullfermi. Þá vorum við að veiðum við Eldey og á Fjöllunum. Það var haldið út á ný strax eftir löndun og farið á Víkina þar sem tekinn var þorskur. Síðan var farið í Sláturhúsið út af Hornafirði og tekin ýsa uns skipið var fullt. Segja má að þessir túrar hafi verið lúxustúrar. Það var góður afli og alger blíða. Í sannleika sagt er þetta bara tóm sæla og aldrei neitt bras. Ég geri ráð fyrir að haldið verði til veiða á ný í kvöld,“ segir Jón.

Þetta var fyrsta veiðiferð Vestmannaey eftir mánaðarlangt stopp og var haldið til karfaveiða. Síldarvinnslan ræddi við Egil Guðna Guðnason, skipstjóra, og spurði fyrst hvort ekki væri gott að vera kominn aftur á sjó eftir stoppið.

„Jú það er ágætt. Það hefur verið spegilsléttur sjór allan þennan túr og það eru forréttindi að fá að vera á sjó í svona veðri. Það gekk líka vel að veiða. Við fórum í Skerjadýpið og fylltum skipið þar. Þetta er mest djúpkarfi og svolítið af gullkarfa og ufsa með,“ segir Egill Guðni.

Nýjustu fréttir

Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.