ÍBV sektað vegna framkomu áhorfenda
Hásteinsvöllur

Knattspyrnufélag Íslands hefur sektað ÍBV um hundrað þúsund krónur vegna ummæla áhorfenda í garð dómara á leik ÍBV og Vals í Bestu deild kvenna sem fór fram þann 29. júlí sl.

Í skýrslu KSÍ kemur fram að Ásgeir Viktorsson aðstoðadómari (AD1) hafi orðið fyrir hrottalegum ummælum áhorfenda og stuðningsmanna ÍBV sem höfðu komið sér fyrir aftan athafnasvæði hans. Það svæði er ekki partur af áhorfenda stúkunni og því merkt utan þess svæði sem ætlað er áhorfendum. „Ummælin sem fram komu voru af þeim toga að þau gátu valdið vanlíðan hjá AD1 og áttu ekkert skylt við knattspyrnu.”

Þau ummæli sem AD1 þurfti meðal annars að líða fyrir á meðan á leik stoð voru: „þú ert andskotans hálfviti, það þyrfti að hengja þig og það ætti að skjóta þig í hausinn“.

Á fundi aga- og úrskurðarnefndar KSÍ þann 15. ágúst kemur fram að ekki sé dregið í efa að dómari fari með rétt mál og harmað að svona hafi átt sér stað og að verkferlar í gæslu verði endurskoðaðir.

ÍBV hefur beðið Ásgeir Viktorsson dómara afsökunar með vonir um að hann taki ekki mark á slíkum ummælum og haldi áfram góðu starfi.

Úrskurðanefnd KSÍ taldi hæfilegt að sekta ÍBV um hundrað þúsund krónur vegna atviksins, en samkvæmt agareglna FIFA geta brot sem þessi varðað við tvöhundruð þúsund króna sekt.

Úrskurður nefndarinnar.

Nýjustu fréttir

Aukum loðnuveiðar
Eyjagöng gera samninga um jarðfræðirannsóknir
Kristmundur Axel meðal listamanna á Hljómey
Dýptarmæling í Landeyjahöfn í dag – uppfært
Rakel Rut Rúnarsdóttir fimleikakona ársins hjá Rán
Grjótharðir Glacier Guys í Eyjafréttum í dag
Loðnuráðgjöf hækkuð í 197 þúsund tonn
Önnur sýning á lifandi kvikmyndum í Sagnheimum
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.