Kvenfélagið Heimaey fyllir 70 ár
30. ágúst, 2023

Kvenfélagið Heimaey hélt í dagsferð til Eyja sl. 10. júní auk þess að afhenda fimm bekki sem settir voru upp í sambandi við verkefnið „Brúkum bekki” sem er samfélagsverkefni Félags sjúkraþjálfara til að hvetja til aukinnar hreyfingar. Þær Anna Hulda Ingadóttir og Ólöf Aðalheiður Elíasdóttir, ásamt Félagi sjúkraþjálfara og Vestmannaeyjabæ, sáu til þess að verkefnið rataði til Eyja.  

„Kvenfélagið varð sjötíu ára á árinu og er gjöfin veglegri en ella í tilefni þess, og í tilefni að nú sé liðin hálf öld frá goslokum. Bekkjunum verður komið fyrir á um 250 metra millibili á kílómeters langri leið” segir Hrefna Hilmisdóttir, formaður félagsins. „Við vonum að þetta verði hvatning til útivistar og hreyfingar, og þá sérstaklega fyrir fólk sem ekki treystir sér að ganga langa leið án þess að hvíla sig og setjast niður” bætir hún við.  

„Það var svo gaman að koma til Eyja og við fengum glaða sólskin. Þegar við komum á Elló þá beið hann Jarl eftir okkur tilbúinn með gítarinn og lét sem hann hafi haldið að það myndi vera kór á staðnum, en svo var ekki þannig hann stofnaði kór úr okkur konum sem stilltu sér upp til að syngja með honum. Dóra vinkona, sem er í 49. árgangi eins og ég, var svo fyrirhyggjusöm að taka með sér sönghefti sem árgangurinn okkar hefur notað í mörg skipti svo við sungum helling upp úr heftinu og þjóðhátíðarlög sömuleiðis. Það gæti bara vel verið að einhverjar konur stofni Kór Kvenfélagsins þegar við hittumst næst” segir Hrefna.  

Kvenfélagskonur gerðu sér dagsferð til Eyja í júní, ásamt því að afhenda bekki.

Árgjaldið 15 krónur 

Upphafið að stofnun Kvenfélagsins Heimaey var er frú Jónína Jónsdóttir bauð nokkrum konum frá Vestmannaeyjum heim til sín að Seljavegi 25 í Reykjavík. Ræddu þær m.a. um hvað það væri leiðinlegt að konur frá Eyjum hittust sjaldan. Þyrfti helst að stofna félag fyrir konur frá Vestmannaeyjum og þær sem hefðu verið búsettar þar. Þær ákváðu því að boða til stofnfundar 9. apríl 1953, í félagsheimili V.R. Fyrsti stofnfundur var svo haldinn þann dag, félag stofnað og kosin stjórn. 

Jónína Jónsdóttir setti fundinn. Kosin var fyrsta stjórnin og í henni voru: formaðurinn sem var Kristín Ólafsdóttir, ritari var Huld Kristmannsdóttir, gjaldkeri Stella Eggertsdóttir og meðstjórnandi Stella Guðmundsdóttir. Ritari fyrsta fundar var Selma Antoníusardóttir. Það voru 38 konur sem sátu fundinn og árgjald var ákveðið 15 krónur. 

Fyrsta fundargerð Kvenfélagsins Heimaey frá árinu 1953.
Stella Guðmundsdóttir er ein eftirlifandi af fyrstu stjórn Kvenfélagsins Heimaey og auk þess elst núlifandi félagskvenna, en hún varð hundrað ára sl. 29. júlí. Hún var gift leikaranum Róberti heitnum Arnfinnssyni. Stella er flink í höndunum og er t.a.m. heiðursfélagi í myndlistarfélagi Myndlistarskóla Kópavogs.

Styrkt sjúka og efnalitla 

Aðalmarkmið félagsins voru líknarstörf, það að styrkja sjúka og efnalitla, en einnig hafði félagið þann tilgang að konur frá Vestmannaeyjum hittust, kynntust og skemmtu sér. Greinilegt er á fundargerðarbókum frá þessum tíma að mesta áherslan hefur verið lögð á fjáröflun og voru basarar ein af helstu tekjuöflunarleiðum félagsins. Unnu þá konurnar ýmislegt sem þar var selt, svo sem prjónaða barnaboli. Basarar sem áður var árviss viðburður er nú aflagður. Í dag koma tekjur félagsins frá árgjaldinu og jólahappdrætti félagsins.  

Kvenfélagið í gosinu 

Félagið hefur fyrst og fremst einblínt sér að því að styrkja þá sem eiga í erfiðleikum vegna veikinda, og þá sérstaklega börn. Einnig að færa sjúkum og öldruðum á Stór- Reykjavíkursvæðinu glaðning fyrir jólin. Kvenfélagið Heimaey vann mikið sjálfboðaliðastarf þegar eldgosið í Heimaey stóð yfir árið 1973. Um leið og það fréttist að búið væri að opna Hafnarbúðir til afnota fyrir Vestmannaeyinga voru þær komnar af stað til að útvega eitthvað matarkyns, brauð, álegg, kaffi o.fl. Þarna voru Heimaeyjarkonur til staðar meðan mestu ósköpin gengu yfir. Það var ekki bara matur og kaffi sem þær hresstu fólkið með, en það var ekki síður hlýja þeirra og umhyggja sem fólk þurfti á að halda. Að jafnaði unnu um 140 konur á viku í Hafnarbúðum. 

Ómissandi þáttur í starfi félagsins var Lokakaffið þar sem félagskonur héldu kaffiveislu fyrir Vestmannaeyinga. Dagsetningin var miðuð við lokadag vetrarvertíðar, 11. maí. Þessi þáttur í starfi félagsins er nú aflagður. Félagið hélt á árum áður margar árshátíðir og sérstaklega var vandað til afmælishátíða. Sumarferðalögin, sem farin eru árlega, dags- eða helgarferðir, eru ómissandi og svo hafa konur líka nokkrum sinnum skroppið út fyrir landsteinana. 

Þessar mæta á hvern einasta fund í sínu fínasta pússi og eiga það allar sameiginlegt að hafa verið lengi vel í félaginu. Frá hægri er Gerður Tómasdóttir, Hjördís Guðmundsdóttir, Pálína Ármannsdóttir og Stella Sigurðardóttir.
Núverandi stjórn Kvenfélagsins Heimaey. Frá vinstri er Katrín Gunnarsdóttir frá Ásgarði, Hrefna Hilmisdóttir frá Vatnsdal og Ásta Kjartansdóttir dóttir Kjartans fisksala.

Ekkert kynslóðabil þegar unnið er að góðum málefnum 

„Það hefur alltaf ríkt góður andi í félaginu og það er engin deyfð á fundum. Ánægjulegt þykir að yngri konur sýni félaginu áhuga enda ekkert kynslóðabil til þegar unnið er að góðum málefnum og gefandi samveru. Vinkonur, saumaklúbbar og frænkur njóta þess að hittast á fundum um leið og þær láta gott af sér leiða. Í dag eru 200 konur skráðar í félagið sem njóta þess að koma saman, spjalla og endurnýja kynnin yfir góðum mat í huggulegu umhverfi” segir Hrefna. 

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
EF Fors 10 Tbl 2025
10. tbl. 2025

NÝBURAR

Aaro Orrason Vähätalo
30. ágúst 2025
Drengur
Turku Finnland
Laura Vähätalo og Orri Arnórsson

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.