„Ég hef verið barinn og skilinn eftir til að deyja tvisvar”
30. ágúst, 2023

Bandaríkjamaðurinn Keith Wheeler er þekktur fyrir að rogast með viðarkross á herðum sér um allan heim. Á 39 árum hefur hann gengið lengd miðbaugsins og lengra en það. Hann var staddur í Eyjum í dag og tók hring um miðbæinn með krossinn í eftirdragi sem vakti mikla athygli vegfarenda.

Hann segist ganga með hjálp frá Guði og að krossinn sé tákn vonar og friðar. Keith var hinn hressasti þegar blaðamaður hafði upp á honum á miðbæjarröltinu.

Fór með krossinn upp Kilimanjaro

„Fyrsta skiptið sem ég kom til Íslands var árið 2000 og ég mætti óvænt á sama tíma og þegar þið voruð að halda upp á 1000 ára afmæli kristnitöku á Íslandi. Ég hafði enga hugmynd um það og mætti einmitt hingað bara þremur dögum fyrir” segir Keith sem hafði gaman að því.

Krossinn er með hjól á endanum sem gerir flutning hans eitthvað léttari en hann vegur allt að 50 kílógrömm. Þá velur Keith ekki einföldustu gönguleiðirnar en hann hefur meðal annars dregið krossinn með sér í gegnum Amazon regnskóginn og upp fjallið Kilimanjaro í Tansaníu sem er hátt í 6 þúsund metrar að hæð.

Næstum étinn af ljóni og meðlimir ISIS migið á hann

Hinn 64 ára Keith hefur lent í hinum ýmsu hlutum á ferðalagi sínu og krossins um heiminn og er meðfylgjandi eftirtalning kappans ekki tæmandi að hans sögn.

„Ég hef lent í fangelsi í yfir fjörutíu skipti og krossinn í einhver fimmtíu skipti. Ég hef verið barinn og skilinn eftir til að deyja tvisvar. Í síðara skiptið var ég meðvitundarlaus í þrjár vikur. Það hefur mörgum sinnum verið keyrt á mig og ég hef brotið annan fótlegginn á 21 stað. Ég hef þurft að fara í þrettán skurðaðgerðir á þeim fótlegg og fjórar á hinum. Þekkiru enska orðið rasshaus (e. butthead)? Ég er alvöru rasshaus. Það þurfti að nota húð úr rassinum á mér og græða það hér í ennið.

Ég hef verið laminn og byssum verið beint að mér. Ég hef aðallega lent í vandræðum í Bandaríkjunum og krossinn hefur verið boðinn velkominn á mun fleiri bari og næturklúbba heldur en í kirkjur.

Ég hef verið eltur af fílum, nashyrningum, flóðhestum, næstum verið étinn af ljóni og tvisvar næstum því étinn af krókódílum. Þetta ör er frá því að snákur drap mig næstum því og þetta frá því að könguló í Amazon varð mér næstum að bana. Ég segi alltaf fólki að ég hafi einu sinni verið myndarlegur en líkaminn minn hefur gengið í gegnum svo margt í gegnum tíðina.

Það að Jesús sé með mér í þessari göngu minni er eina útskýringin fyrir að ég sé á lífi í dag. Ég hef verið með byssur upp í munninum á mér, upp nasirnar og inn í eyrun. Þá hafa meðlimir ISIS líka nánast afhöfðað mig og skipst á að míga á mig.”

Keith segist ekki ætla að hætta ferðalagi sínu neitt bráðlega. „Ekki fyrr en hjartað í mér hættir að slá og ég tek minn síðasta andardrátt. Ef svo kemur til að ég geti ekki gengið einhvern tímann þá fæ ég mér bara hjólastól, eins og passar svo vel við kenninafnið mitt, og rúlla áfram fyrir ykkur,” segir hann að síðustu og heldur áfram göngu sinni.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst