Sigursteinn nýr útibússtjóri Íslandsbanka í Vestmannaeyjum
4. september, 2023

Sigursteinn Bjarni Leifsson tekur við af Þórdísi Úlfarsdóttur sem útbússtjóri Íslandsbanka í Vestmannaeyjum.

Sigursteinn Bjarni Leifsson hefur verið ráðinn útibússtjóri Íslandsbanka í Vestmannaeyjum. Hann tekur við starfinu af Þórdísi Úlfarsdóttur, sem gegnt hefur starfinu sl. níu ár, en hefur starfað í bankakerfinu í rúm 40 ár. Hún lætur af störfum núna um mánaðamótin.

Sigursteinn hefur starfað við útibú Íslandsbanka við hlið Þórdísar í níu ár og gegnt stöðu viðskiptastjóra fyrirtækja. Hann býr að fjölbreyttri starfsreynslu, allt frá því að hafa starfað sem gjaldkeri í Sparisjóðnum í Vestmannaeyjum, sem sjómaður, og við fjármálstjórn hjá ýmsum fyrirtækjum, síðast hjá Miðstöðinni í Eyjum á árunum 2003 til 2014, áður en hann hóf störf hjá Íslandsbanka.

Sigursteinn er viðskiptafræðingur að mennt með BS gráðu frá Háskólanum á Akureyri.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.