Eyjakonur voru í öðru sæti af fjórum í neðri hluta úrslita Bestu deildarinnar fyrir leikinn gegn Selfossi á Hásteinsvelli í gær sem þær unnu 2:1. Það var Olga Sevcova sem skoraði bæði mörkin og styrkti stöðu ÍBV verulega í baráttunni um sæti í Bestu deild að ári. ÍBV endaði í áttunda sæti deildarinnar með 18 stig, með einn sigur, tvö jafntefli og tvo tapleiki í síðustu fimm leikjum í deildinni. Með þeim í úrslitum eru Tindastóll með 20 stig, ÍBV og Keflavík 18 og Selfoss 11 sem nú er fallið.
Stigin eru nú 21 sem léttir róðurinn en Tindastólskonur reyndust Eyjakonum erfiðar í sumar en góð úrslit gegn Keflavík og Selfossi tryggja ÍBV setu í Úrvalsdeild kvenna að ári. Næsti leikur er á Hásteinsvelli gegn Keflavík á sunnudaginn og lokaleikurinn verður úti gegn Tindastóli á Sauðárkróki laugardaginn 16. september.
Fyrsti leikur úrslitanna var leikur Tindastóls og Keflavíkur sem lauk með jafntefli 1:1.
Mynd Sigfús Gunnar.
Úr leik ÍBV og Selfoss í gær.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst