Á fundi Bæjarráðs voru eftirfarandi atriði tekin fyrir.
Tilboð í endurskoðun fyrir Vestmannaeyjabæ
Bæjarráð var upplýst um áform þess efnis að leita tilboða í endurskoðun fyrir Vestmannaeyjabæ, en gildistími samnings við KPMG er senn á enda.
Niðurstaða
Bæjarráð felur fjármálastjóra að leita tilboða í endurskoðunina samkvæmt þeim forsendum sem kynntar voru.
Tilboð í tryggingar fyrir Vestmannaeyjabæ
Bæjarráð var upplýst um áform þess efnis að leita tilboða í tryggingar fyrir Vestmannaeyjabæ, en gildistími samnings við Sjóvá er senn á enda.
Niðurstaða
Bæjarráð felur framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs að leita tilboða í endurskoðunina samkvæmt þeim forsendum sem kynntar voru.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst