„Samgöngur til Vestmannaeyja eru okkar lífæð og er ástandið í dag langt frá því að vera ásættanlegt,“ segir Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri á Fésbókarsíðu sinni.
„Innviðaráðuneytið staðfesti á fundi í morgun að ætlunin sé að hefja flug til Eyja í byrjun desember. Við bíðum eftir upplýsingum um nánari útfærslu. Einnig var óskað eftir því við ráðuneytið að flugið myndi hefjast strax á morgun vegna aðstæðnanna og var tekið vel í að reyna að mæta því. Einnig fundaði bæjarráð með Vegagerðinni þar sem farið var yfir málefni Herjólfs og stöðuna í Landeyjahöfn,“ segir Íris en staðan er snúin, Herjólfur á einari skrúfu og Landeyjahöfn hálflokuð.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst