„Þóra Hrönn Sigurjónsdóttir er búsett í Vestmannaeyjum og rekur heilsugæslu í Kubuneh í Gambíu. Hún heimsótti þorpið í fyrsta sinn árið 2018 og líkir upplifuninni við að ferðast aftur í tímann. Þremur árum síðar var hún svo búin að taka við reksti heilsugæslunnar í Kubuneh og opna samnefnda hringrásarverslun í Vestmannaeyjum til að fjármagna reksturinn,“ segir í yfirgripsmiklu viðtali við Þóru Hrönn á mbl.is.
Þar segir að í nóvember 2018 fór Þóra í fyrstu heimsóknina til Kubuneh ásamt eiginmanni sínum Daða Pálsyni og börnunum þeirra tveimur, þeim Óliver Daðasyni og Sunnu Daðadóttur. Hún segir ferðina hafa verið mikla upplifun fyrir alla sem erfitt sé að lýsa.
„Maður skynjaði hluti sem maður spáir ekki í dags daglega svo sterkt. Ég man sérstaklega eftir lykt og snertingu. Allir vildu koma við okkur hvíta fólkið. Að sjá fátæktina, börn að bera minni börn á bakinu að sækja vatn í brunna. Drasl út um allt. Að koma inn í Kubuneh var eins og að ferðast aftur í tímann. Krakkar á asnakerrum og fjöldi barna í hverju húsi er eitthvað sem ég á aldrei eftir að skilja,“ segir Þóra.
Þegar Þóra var beðin um að taka við reksti heilsugæslunnar í þorpinu segir hún ekki annað hafa verið hægt en að segja já, en það eru ekki einungis íbúar í þorpinu sjálfu sem hafa aðgang að þjónustunni heldur einnig um 12.000 manns í níu þorpum í kring.
Mynd: Þóra Hrönn tók við rekstri heilsugæslu í Kubuneh í Gambíu í ársbyrjun 2021. Hér er hún með fríðum hópi barna.
Nánar á mbl.is
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst