Heilbrigðisþjónusta fyrir 12.000 manns í Afríku

„Þóra Hrönn Sig­ur­jóns­dótt­ir er bú­sett í Vest­manna­eyj­um og rek­ur heilsu­gæslu í Ku­bu­neh í Gamb­íu. Hún heim­sótti þorpið í fyrsta sinn árið 2018 og lík­ir upp­lif­un­inni við að ferðast aft­ur í tím­ann. Þrem­ur árum síðar var hún svo búin að taka við reksti heilsu­gæsl­unn­ar í Ku­bu­neh og opna sam­nefnda hringrás­ar­versl­un í Vest­manna­eyj­um til að fjár­magna rekst­ur­inn,“ segir í yfirgripsmiklu viðtali við Þóru Hrönn á mbl.is.

Þar segir að í nóv­em­ber 2018 fór Þóra í fyrstu heim­sókn­ina til Ku­bu­neh ásamt eig­in­manni sín­um Daða Pál­syni og börn­un­um þeirra tveim­ur, þeim Óli­ver Daðasyni og Sunnu Daðadótt­ur. Hún seg­ir ferðina hafa verið mikla upp­lif­un fyr­ir alla sem erfitt sé að lýsa.

„Maður skynjaði hluti sem maður spá­ir ekki í dags dag­lega svo sterkt. Ég man sér­stak­lega eft­ir lykt og snert­ingu. All­ir vildu koma við okk­ur hvíta fólkið. Að sjá fá­tækt­ina, börn að bera minni börn á bak­inu að sækja vatn í brunna. Drasl út um allt. Að koma inn í Ku­bu­neh var eins og að ferðast aft­ur í tím­ann. Krakk­ar á asna­kerr­um og fjöldi barna í hverju húsi er eitt­hvað sem ég á aldrei eft­ir að skilja,“ seg­ir Þóra.

Þegar Þóra var beðin um að taka við reksti heilsu­gæsl­unn­ar í þorp­inu seg­ir hún ekki annað hafa verið hægt en að segja já, en það eru ekki ein­ung­is íbú­ar í þorp­inu sjálfu sem hafa aðgang að þjón­ust­unni held­ur einnig um 12.000 manns í níu þorp­um í kring.

Mynd: Þóra Hrönn  tók við rekstri heilsugæslu í Kubuneh í Gambíu í ársbyrjun 2021. Hér er hún með fríðum hópi barna.

Nánar á mbl.is

Nýjustu fréttir

Önnur sýning á lifandi kvikmyndum í Sagnheimum
Eyjafréttir í nýjum búningi á nýju ári
ÍBV tekur á móti Fram í kvöld
Elliði maður leiksins og Ísland í undanúrslit
Beðið með eftirvæntingu eftir loðnuráðgjöf
KR-ingur á láni til ÍBV
Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.