Þrengir verulega mannlífi í Vestmannaeyjum
28. febrúar, 2024
Fyrri krafan náði til stórs hluta Heimaeyjar. Nú er aðeins slegið af og bara Stórhöfði undir.

Meðal svæða á Heimaey sem fjármála- og efnahagsráðherra ásælist fyrir hönd ríkisins eru Háin, Hlíðarbrekkur,  hluti af Brekkunni í Herjólfsdal og fjöll þar í kring, Kaplagjóta, Heimaklettur, Miðklettur og Ystiklettur að mestu. Líka allt land sem kom upp í gosinu 1973 og Eldfell og svo Stórhöfða. Þetta er aðeins hluti lands sem tiltekinn er í kröfu óbyggðanefndar og í heildina þrengir verulega að Vestmannaeyjabæ og okkur sem hér búum nái kröfugerðin fram að ganga.

Þegar kemur að úteyjum og skerjum er ekkert skilið eftir. Eyjarnar eru: Elliðaey, Bjarnarey, Suðurey, Brandur, Álsey, Hellisey, Geldungur, Súlnasker, Geirfuglasker, Smáeyjarnar þrjár, Hæna, Hani, Hrauney og Grasleysa og drangurinn Örn nýtur þess heiðurs að fá að fljóta með.

Með hótanir?

Þegar kemur að skerjum og boðum segir: Hér undir falla einnig aðrar landfræðilegar einingar sem eru nafngreindar eða að öðru leyti tilgreindar í öðrum heimildum og eða á kortum. Um er að ræða eftirfarandi landfræðilegar einingar sem krafa ríkisins tekur til eru Breki sem brýtur á miklu brimi,  – Þokuklakkur, Einidrangar, boðar á milli Heimaeyjar og Einidrangs, Brandskjálki, blindsker milli Álseyjar og Brands. – Blindsker við Hellisey, Bessi við Bjarnarey, Breki milli Bjarnareyjar og Elliðaeyjar, Sandagrunn í norður af Bjarnarey og Elliðaey. – Vasaflúð norðan við Upsaberg.

Já, það er ekkert undanskilið í kröfugerð ráðherrans og það hlýtur að hræða þegar kerfið skiptir landslagi niður í eitthvað sem það kallað er einingar og skilur ekki á milli skerja, miða og boða sem brýtur á aftökum.

Og hvernig má skilja þetta: „Tekið skal fram að kröfulýsing þessi byggist á þeim heimildum sem liggja fyrir við gerð kröfulýsingarinnar og ber því ekki að líta svo á að um sé að ræða tæmandi umfjöllun eða rökstuðning fyrir kröfugerð íslenska ríkisins.“ Hótun?

Grein í nýjasta tölublaði Eyjafrétta.

Kort fengið af FB síðu Írisar bæjarstjóra. Sýnir hluta Heimaeyjar og næstu úteyja sem óbyggðanefnd ásælist.

 

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.