Þrengir verulega mannlífi í Vestmannaeyjum
Fyrri krafan náði til stórs hluta Heimaeyjar. Nú er aðeins slegið af og bara Stórhöfði undir.

Meðal svæða á Heimaey sem fjármála- og efnahagsráðherra ásælist fyrir hönd ríkisins eru Háin, Hlíðarbrekkur,  hluti af Brekkunni í Herjólfsdal og fjöll þar í kring, Kaplagjóta, Heimaklettur, Miðklettur og Ystiklettur að mestu. Líka allt land sem kom upp í gosinu 1973 og Eldfell og svo Stórhöfða. Þetta er aðeins hluti lands sem tiltekinn er í kröfu óbyggðanefndar og í heildina þrengir verulega að Vestmannaeyjabæ og okkur sem hér búum nái kröfugerðin fram að ganga.

Þegar kemur að úteyjum og skerjum er ekkert skilið eftir. Eyjarnar eru: Elliðaey, Bjarnarey, Suðurey, Brandur, Álsey, Hellisey, Geldungur, Súlnasker, Geirfuglasker, Smáeyjarnar þrjár, Hæna, Hani, Hrauney og Grasleysa og drangurinn Örn nýtur þess heiðurs að fá að fljóta með.

Með hótanir?

Þegar kemur að skerjum og boðum segir: Hér undir falla einnig aðrar landfræðilegar einingar sem eru nafngreindar eða að öðru leyti tilgreindar í öðrum heimildum og eða á kortum. Um er að ræða eftirfarandi landfræðilegar einingar sem krafa ríkisins tekur til eru Breki sem brýtur á miklu brimi,  – Þokuklakkur, Einidrangar, boðar á milli Heimaeyjar og Einidrangs, Brandskjálki, blindsker milli Álseyjar og Brands. – Blindsker við Hellisey, Bessi við Bjarnarey, Breki milli Bjarnareyjar og Elliðaeyjar, Sandagrunn í norður af Bjarnarey og Elliðaey. – Vasaflúð norðan við Upsaberg.

Já, það er ekkert undanskilið í kröfugerð ráðherrans og það hlýtur að hræða þegar kerfið skiptir landslagi niður í eitthvað sem það kallað er einingar og skilur ekki á milli skerja, miða og boða sem brýtur á aftökum.

Og hvernig má skilja þetta: „Tekið skal fram að kröfulýsing þessi byggist á þeim heimildum sem liggja fyrir við gerð kröfulýsingarinnar og ber því ekki að líta svo á að um sé að ræða tæmandi umfjöllun eða rökstuðning fyrir kröfugerð íslenska ríkisins.“ Hótun?

Grein í nýjasta tölublaði Eyjafrétta.

Kort fengið af FB síðu Írisar bæjarstjóra. Sýnir hluta Heimaeyjar og næstu úteyja sem óbyggðanefnd ásælist.

 

Nýjustu fréttir

Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.