Mikið plokkað í góða veðrinu

Stóri plokkdagurinn var í gær og tóku margir til hendinni. Nýttu góða veðrið til útivistar um leið og plokkað var vítt og breitt um Heimaey. Byrjað var á Stakkó þar sem bærinn úthlutaði pokum og plokktöngum.

Þaðan lagði fólk land undir fót, mamma, pabbi, amma, afi, og krakkarnir sameinuðust um að gera Heimaey enn fallegri. Sú hefð hefur skapast að hópar og félög taka að sér ákveðin svæði til að hreinsa og gekk það eftir.

Klukkan 12.30 var svo grillveisla í boði bæjarstjórnar á Stakkó sem var vel þegin að loknu góðu dagsverki.

Myndir Addi í London. Forsíða – Þrjár úr framvarðarsveitinni, Ágústa, Jóna og Lára – Fríður hópur í grillveislu að lokinni plokkun.

Nýjustu fréttir

Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Dagvistunarmál til umræðu á fundi fræðsluráðs
Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.