– Veiðigjald verði fellt niður.
– Hvalveiðar verði stórauknar.
– Horfið verði frá handstýrðri hágengisstefnu með því að vextir Seðlabanka Íslands verði lækkaðir umtalsvert strax og lögin um Seðlabanka Íslands verði endurskoðuð þannig að við mótun peningastefnu verði horft til fleiri þátta en verðbólgumarkmiðs, s.s. hagvaxtar, atvinnustigs, viðskiptajafnaðar og markmiðs um lága vexti.
Eins og sést að framansögðu förum við ekki fram á sértækar aðgerðir fyrir sjávarútveginn en leggjum áherslu á að mismunun innan sjávarútvegsins verði hætt og að stjórnvöld stuðli ekki að því að gengi íslensku krónunnar sé með þeim hætti að útflutnings- og samkeppnisgreinar eigi erfitt uppdráttar.
Landssamband íslenskra útvegsmanna deilir ekki við Hafrannsóknastofnunina um að þorskstofninn er of lítill og að nauðsynlegt er að byggja hann upp. �?á hefur nýliðun verið léleg frá 2001 sem mótar framvindu í stofnstærð og veiðimöguleika á næstu árum. Eins er þorskurinn léttari en æskilegt væri, væntanlega aðallega vegna þess að loðnan hefur ekki haldið sig á hefðbundinni slóð hans á undanförnum árum og vegna þess að loðnustofninn er ekki nægjanlega sterkur. Mikil aukning hvala hefur áhrif á afrán þeirra á loðnu og þorski en áætlað er að þeir taki á milli eina og tvær milljónir tonna af loðnu á ári og umtalsvert magn af þorski.
Sókn í þorskstofninn hefur um langan tíma verið of mikil. Oft hafa verið teknar pólitískar ákvarðanir um veiðar umfram ráðgjöf Hafrannsóknastofunarinnar. Frá árinu 1995 hefur verið í gildi aflaregla við þorskveiðar, sem hefur verið breytt tvisvar á þeim tíma. Nú er miðað við að aflamark sé meðaltal af 25% af veiðistofninum í upphafi árs og aflamarki fyrra fiskveiðárs. Veiðar hafa hinsvegar verið nær 30% eða um 20% umfram það sem stefnt var að í byrjun. Við höfum um langan tíma hvatt stjórnvöld til að grípa til ráðstafana til að afli fari ekki yfir sett mörk en þess í stað hafa stjórnvöld ákveðið að stuðla að umframveiðum smábáta. Til viðbótar umframveiðum smábáta hafa yfir 30% af aflaheimildum í þorski verði flutt frá aflamarksskipum til smábáta frá því að aflamarkskerfi var innleitt í botnfiskveiðum, sem hefur grafið undan ábyrgri fiskveiðistjórnun. �?á hefur Hafrannsóknastofnunin ofmetið þorskstofninn á þessu tímabili sem hefur einnig stuðlað að meiri veiði en stefnt var að. Til viðbótar þessu er ekki tekið tillit til alls afla sem ljóst er að verður veiddur áður en aflamarki er skipt á milli skipa með aflahlutdeild.
Sú aflaregla sem nú er notuð er varfærnari þegar veiðistofninn er að stækka þar sem aflamark fyrra árs vegur að hálfu á móti stofnstærð í upphafi árs. �?annig yrði aflamark næsta fiskveiðiárs 178 þúsund tonn samkvæmt reglunni. Sú aflaregla sem var notuð þar til á síðasta ári er hinsvegar varfærnari þegar stofninn er að minnka en samkvæmt henni yrði aflamark næsta fiskveiðiárs 152 þúsund tonn, og 157 þúsund tonn með þeirri 30 þúsund tonna sveiflujöfnun sem byggð var inn í aflaregluna árið 2001.
Hrygningarstofn þorsks er nú metinn 182 þúsund tonn og veiðistofninn (4 ára og eldri) 649 þúsund tonn. Nú er talið að árið 1993 hafi hrygingarstofninn verið um 120 þúsund tonn og talið er að á árunum 1992-1995 hafi veiðistofninn verið á milli 546 og 589 þúsund tonn. Á næsta ári kemur 2004 árgangurinn sem er mjög lítill inn í mat á veiðistofninum og Hafrannsóknastofnunin spáir að veiðistofninn verði um 570 þúsund tonn í ársbyrjun 2008 miðað við óbreytta aflareglu. �?á spáir stofnunin því að mestar líkur séu á því að veiðistofninn verði um 600 þúsund tonn fram til 2011 og jafnframt að umtalsverðar líkur séu á því að stofninn fari undir sögulegt lágmark verði núverandi aflareglu fylgt. Stofnmatið er ekki nákvæmt og undanfarin ár hefur verið tilhneiging til ofmats á stofninum. Á síðasta ári taldi stofnunin að líklegast væri að veiðistofninn yrði um 745 þúsund tonn í upphafi þessa árs, en telur hann nú vera um 649 þúsund tonn. �?á taldi stofnunin að hrygningarstofninn yrði 245 þúsund tonn, en telur nú að hann sé 182 þúsund tonn. Ef aðeins væri byggt á marsrallinu (SMB) í ár væri veiðistofninn einungis metinn 565 þúsund tonn en er metinn 620 �? 690 þúsund tonn þegar byggt er á marsrallinu og öðrum gögnum sem notuð eru til stofnmats. Haustrallið (SMH) er ekki notað við stofnmat þorsks en það sýnir veiðistofninn umtalsvert stærri en marsrallið eða 720-830 þúsund tonn. Nauðsynlegt er að efla hafrannsóknir, ekki síst á tímum mikilla breytinga í vistkerfi sjávar, þannig að draga megi úr óvissu við mat á stofnstærð.
Með því að fara að tillögum Hafrannsóknarstofnunarinnar um 130 þúsund tonna aflamark á næsta fiskveiðiári er ljóst að við myndum byggja þorskstofninn hraðar upp en ef meira verður veitt. �?rátt fyrir það getum við ekki mælt með því að þorskafli verði skorinn það mikið niður. Við höfum á undanförnum árum dregið verulega úr þorskveiðum okkar á sama tíma og stjórnvöld hafa látið smábáta veiða langt umfram það sem þeim bar og síðan verðlaunað þá með því að hirða aflahlutdeild af skipum okkar og flytja varanlega til smábáta. �?á hafa stjórnvöld á sama tíma staðið fyrir öðrum mismunandi aðgerðum, s.s. með línumismunun, röngum slægingarstuðlum ofl. Skerðingar veiðiheimilda okkar hafa verið það róttækar, þar sem yfir 30% af þorskaflaheimildum okkar hafa verið gerðar upptækar, að við erum nú í þeirri slæmu stöðu að þurfa að taka skref til uppbyggingar hægar en tillögurnar gera ráð fyrir. �?að er ömurlegt til þess að vita að við, sem höfum haft ábyrga afstöðu til nýtingar þorskstofnins, séum komin í þá stöðu sem raun ber vitni vegna lausataka við fiskveiðistjórnina á undanförnum árum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst