Það var skynsamleg ákvörðun hjá Sjálfstæðisflokknum að velja það að fara prófkjörsleiðina fyrir næstu bæjarstjórnarkosningar. Á næsta ári verða 28 ár liðin frá því að síðast var haldið prófkjör hjá flokknum í bæjarfélaginu.
Bæjarstjóri hefur sagt að hann gefi kost á sér, sama hvor leiðin verður farin. Það er alltaf merki um dug að leggja störf sín í dóm flokksmanna í persónukjöri líkt og nú stefnir í. Þetta er líka góð leið til að hleypa nýju fólki að. Fólki sem hefur kannski aðeins aðra sýn á hlutina.
Kjörnir fulltrúar hljóta að fagna því að fá loks mælingu á þeirra störfum. En númer eitt, tvö og þrjú sýnir þetta að Sjálfstæðisflokkurinn treystir sínum flokksmönnum aftur til að stilla upp á lista flokksins. Það er lýðræði. Því ber að fagna!
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst